Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 35
TMM 2009 · 3 35 J u n o t D í a z myndast milli fólks af ólíkum uppruna og litarhætti og speglast jafnt í stjórn- arfari sem einkalífi? Er það vitnisburður um fjölmenningu sem ekki gengur upp og leiðir að lokum til persónulegra harmleikja? Víst er að mikil spenna ríkir milli kynþátta, stétta og einstaklinga í þessari bók og í lokin virðist Óskar helst á því að fukú sé ígildi fuck you – og túlki nú hver fyrir sig. Stíll bókarinnar er sannarlega vitnisburður um þann jarðveg sem hún er sprottin úr. Höfundur er alls ófeiminn við að sletta spænskum orðum og fyrir þann sem ekki skilur mikið í spænsku fer því eitt og annað úr hversdagslegum orðaforða innfæddra fyrir ofan garð og neðan, þótt vissulega megi geta sér til um sumt. Í rauninni skapar höfundur alveg sérstakt tungumál fyrir sögu sína og með því nær hann að koma því rækilega til skila að í henni skarast menn- ingarheimar. Um leið vekja allar þessar spænskuslettur sterka framandleikatil- finningu hjá óvandabundnum lesanda; hér skiptir bakgrunnur lesandans miklu. Sögumaður er flaumósa, í frásögn hans ægir öllu saman, götumáli jafnt sem skírskotunum til klassískra bókmennta, vísindaskáldskapar og kvik- mynda, sem ætla má að endurspegli tjáningarmáta þess heims sem fengist er við, alltént vekur mælska sögumanns tilfinningu fyrir hömluleysi og ólgu meðal þjóðar sem mátt hefur þola harðstjóra og byltingar alla síðustu öld. Höf- undur finnur þessari mælsku fyrirtaksfarveg með því að byggja bókina að miklu leyti upp á sögumannsfrásögn fremur en sviðsetningum og samtölum. Tvískipting sögusviðsins kemur ekki aðeins fram í tungumálinu heldur notar höfundur líka neðanmálsgreinar óspart, einkum í fyrri hluta bókarinn- ar. Þar gefur hann lesendum sem ekki eru vel að sér um dóminíska menningu nánari upplýsingar um menn og málefni. Þetta hægir á frásögninni og klippir hana í sundur, en eykur hana víddum fyrir þá sem endast til að lesa svo smátt letur. Reyndar getur maður ekki verið viss um að allt sé sannleikanum sam- kvæmt í þessum neðanmálsgreinum, þó að þær séu í eðli sínu fræðilegt form, enda eru þær skrifaðar af einni sögupersónunni. Á forsendum skáldsögunnar hlýtur þó allt að vera þar sannleikanum samkvæmt. Og sannleikurinn er sá að í The Brief Wondrous Life of Oscar Wao takast á menningarheimar á ýmsan hátt. Formgerð bókarinnar segir okkur að Óskar verði ekki skilinn nema með hliðsjón af ættarsögu sinni í gamla landinu og því er ósamræmið á milli aðstæðna hans og forfeðra hans helsta átakasvæði bók- arinnar. Þó að offitan beri vitni um nútímalifnaðarhætti er hann að mörgu leyti á skjön við bandarískt samfélag og finnur ekki stóru ástina fyrr en hann snýr aftur til gamla landsins. Ástkonan er meira en áratug eldri en hann, telst hálfgerð portkona og er þar að auki ofurseld kærasta sem starfar í lögreglunni. Þessari ástkonu verður Óskar að lúta þótt það kosti hann lífið og allt má það lesa á táknrænan hátt ef vill, um tengsl brottfluttra við uppruna sinn, eins mengaður og margslunginn og hann kann að vera. TMM_3_2009.indd 35 8/21/09 11:45:29 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.