Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 54
54 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Vonlaus barátta skógarbræðra hélt áfram í mörg ár. Margir féllu fyrir vopn- um sovéskra hermanna eða KGB-manna, sumir gáfust upp og tóku út sinn dóm, aðrir reyndu að flýja land og nokkrir reyndu að hverfa í fjöldann með fölsuðum pappírum. Mér vitanlega var síðasti skógarbróðirinn veginn af KGB- mönnum svo seint sem á áttunda áratugnum í Võrumaa í Suðaustur-Eistlandi. Og lengi vel héldu menn áfram að vona að Vesturlönd skærust í leikinn og kæmu Eystrasaltsþjóðum til bjargar. Hér liggur sögulegur bakgrunnur Hreinsunar. Sæla í upphafinu er grimmi- lega rofin, harmleikur þjóðarinnar og harmleikur fjölskyldunnar tvinnast saman. Ingel, systir Aliide, er flutt til Síberíu ásamt litlu dóttur sinni. Aliide er handtekin, pyntuð og yfirheyrð enda grunuð um stuðning við skógarbræð- urna. Óvinurinn gengur nærri henni en hún grípur þá til ráða sem henni standa til boða. Hún tekur að leika tveimur skjöldum, gerist samstarfsfús og góður ríkisborgari. Manni verður hugsað til speki eftir Kurt Vonnegut: maður verður það sem maður þykist vera svo það er eins gott að passa upp á það hvað maður þykist vera. Zara var aftur á móti alin upp langt í austri, í borginni Vladivostok við Kyrrahafið með mömmu sinni og ömmu. Og í Vladik var margt gott og fallegt, Kyrrahafið blátt og æskan fyllt gleði og vonum. Þar er saklaust upphaf sögu hennar, sem má á sinn hátt líkja við sveitasæluna fyrir stríð í Eistlandi. Og þar að auki deildi Zara leyndarmáli með ömmu sinni. Amman talaði við hana annað mál, ömmumál, sem enginn annar skildi. Og amma sagði frá landi þar sem þetta mál var talað, þar sem allt var gott og fallegt og friðsælt. Þar sem var lítið hús í sveitinni og silfurvíðir í garðinum … Skyldi hún Aliide systir vera enn í lífi? En svo opnast öll landamærin við hrun Sovétríkjanna og Zöru býðst vinna í Þýskalandi. Henni er lofað öllu fögru og hver veit nema væri hægt að skreppa á ömmuslóðir, fyrst maður var komin til Evrópu. Zara fer og verður illa svikin. Hennar bíður engin verksmiðja, heldur kynlífsiðnaður. Hún lendir í klóm melludólga, þeir brjóta hana niður og neyða hana til að starfa sem vændiskona og telja henni trú um að hún hafi ekki í önnur hús að venda. Og hóta að senda mömmu hennar og ömmu myndband um hana ef hún hagar sér ekki almenni- lega. Hún er flutt frá Berlín til Tallinn og þar tekst henni að flýja frá kvölurum sínum. Hún fer vestur á land og fer að leita að húsi með silfurvíði í garðinum, æskuheimili ömmu sinnar. Og finnur það, án þess að gera sér grein fyrir því. Smám saman fer sannleikurinn að koma í ljós, bæði fyrir lesandanum og þess- um tveimur konum. Í sögunni er lýst ferli frá sakleysi til syndafalls, saurgun þegar manneskjan neyðist til að gera eitthvað sem hún hefur ekki samþykkt í upphafi. Meira hefur verið skrifað um baráttu karlmanna, en hér er önnur hlið á mál- unum sýnd: alltaf þegar leiðtogar falla og ríkin hverfa, er konum nauðgað, þær pyntaðar og niðurlægðar. Þessa saurgun, sem líkja má við syndafall, reynir TMM_3_2009.indd 54 8/21/09 11:45:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.