Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 94
H j a l t i H u g a s o n 94 TMM 2009 · 3 þjóðarinnar, stefnt fullveldi hennar í hættu. Þjóðin er svikin og seld eins og hið ljósa man. Okkar er að berjast fyrir réttlæti – hinu Nýja-Íslandi sem rís úr rústum þess gamla. Eftirmáli – túlkanir á Íslandsklukkunni Hér að framan var lögð einhliða áhersla á pólitíska hlið Íslandsklukkunnar á kostnað þeirrar sögulegu. Það má rökstyðja með ummælum höfundarins sjálfs en frumútgáfu verksins fylgdi hann úr hlaði með þeirri athugasemd að verkið væri ekki „sagnfræðileg skáldsaga“ heldur lytu persónur þess, atburðir og stíll einvörðungu lögmálum verksins sjálfs. Þá leit hann svo á að í verkinu hafi hann ekki endurskapað umhverfi 17. aldar heldur einungis reynt að „búa til trúlegt, sennilegt umhverfi sjálfu sér samkvæmt innan þess ramma sem verkið setur“.9 Þrátt fyrir þetta er ljóst að Laxness byggði verkið á umfangsmikilli heimilda- vinnu.10 Kristján Karlsson benti líka á að samkvæmt einföldustu skilgreiningu verði að líta svo á að Íslandsklukkan sé sagnfræðileg eða söguleg skáldsaga.11 Hún sé enda svo sögulega rétt að „engum sæmilega söguföstum lesanda þurfi að vera misboðið“ þrátt fyrir að Laxness umskapi efnivið sinn á ýmsa lund.12 Dagný Kristjánsdóttir taldi jafnvel að Íslandsklukkan hefði mótað sögulega orðræðu þjóðarinnar meira en nokkurt annað fagurbókmenntaverk fyrr og síðar.13 Því er ljóst að í verkinu takast á sannfræði og skáldskapur, aðstæður á sögutíma og ritunartíma. Söguleg táknsaga Í ritdómi um fyrsta hluta Íslandsklukkunnar leit Kristinn E. Andrésson svo á að hún fjallaði fyrst og fremst um kúgun og arðrán Dana hér á landi á sögu- tíma verksins, sem og niðurlægingu þjóðarinnar þegar svartast horfði í sögu hennar. Jafnframt lýsti sagan rökföstum mótmælum þjóðarinnar gegn ágengni (öldungurinn úr Bláskógaheiðinni), óbugandi, harðneskjufullri réttlætiskennd hennnar (Jón Hreggviðsson) og óslökkvandi, fórnfúsri menningarþrá (Arnas Arnæus). Jafnframt bar hann réttarbaráttu Jóns Hreggviðssonar saman við stéttarbaráttu verkalýðsins þegar bókin kom út og benti á að Jón greindi sig frá honum með því að vera „blindur á aðstöðu sína og öll úrræði“.14 Kristinn leit því svo á að Íslandsklukkan væri söguleg skáldsaga, að vísu með félagslegan undirtón eins og algengt er um slík verk. Magnús Ásgeirsson tók í svipaðan streng og taldi að taka bæri varnaðarorð höfundar með fyrirvara. Magnús taldi markmið Laxness hafa verið að skrifa „táknræna skáldsögu um lífsbaráttu þjóðar sinnar á um liðnum öldum“ sem meðal annars væri ætlað að endurspegla skapgerð þjóðarinnar. Taldi hann sög- una rekja „ævikjör og eðlisþætti íslenzku þjóðarinnar í táknmyndum atburða og umhverfis, frá skeiði, sem er sérstaklega vel fallið til yrkisefnis í þessum til- gangi, auðugt að ljósum, samgildum dæmum og jafnframt þeim þolraunum, sem tóku til hins ýtrasta á lífsgildi íslenzkra eiginleika15.“ Í meðförum höfund- TMM_3_2009.indd 94 8/21/09 11:45:36 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.