Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 116
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 116 TMM 2009 · 3 Borgin bak við orðin og Næturvörður kyrrðarinnar eru nokkuð erfiðar aflestrar þar sem Bjarni stekkur ekki einungis fram og til baka í tíma og rúmi, heldur líka milli svefns og vöku. Lesandinn veit oft vart hvort atburðirnir eigi sér stað í huga sögupersónunnar eða í veruleikanum. Við þetta bætist myndmál alkemíunnar sem Bjarni klæðir sögu sína í og þær hugmyndir sem persónur innan hennar eru fulltrúar fyrir. Í kringum trúarbrögð fólksins í dalnum leitast Bjarni við að skapa sem heilstæðast hugmyndalegt kerfi og nýtir til þess minni og myndir úr alkemískum fræðum.22 Markmið alkemíunnar var að nálgast kjarna alls, annaðhvort til að upplýsast af honum eða ná valdi yfir honum. Helgunin var mikilvægur þáttur í að ná þessu marki en hún skipar einn- ig stóran sess í játningarritum. Bjarni grípur því til margra einkenna játningarita; hér er helst að nefna fjölmargar ræður, persónugerð hug- myndakerfi og sýnir sem endurspegla átök í sjálfsmynd sögupersónunn- ar. Sagan greinir frá því, eins og algengt er í játningaritum, hvernig Immanúel gengst við sjálfum sér, arfleifð sinni og axlar ábyrgð á eigin lífi. Þar sem myndmál alkemíunnar mótar frásögnina er mikilvægt að gera stuttlega grein fyrir stöðu hennar innan kristins táknheims. Að því loknu verða tvær ræður í bókunum greindar. Alkemían Alkemían snerist ekki einungis um að fullkomna málma eða leita að meðali sem veitti eilíft líf, þ.e. langlífiselexírinn (þ. Lebenselixier), held- ur einnig um helgunina.23 Henni til grundvallar lá hugmyndin um sam- hljóm milli „míkró- og makrókosmos“ eða einstaklingsins og heimsins. Maðurinn var álitinn vera spegilmynd veruleikans og að báðir heimar lytu sömu lífslögmálum. Hlutverk mannsins væri að rannsaka þessi lög- mál og laga líf sitt að þeim. Athuganir á náttúrunni og tilraunir tengdar þeim voru þáttur í helgunarferli sem átti sér jafnt innri sem ytri hlið. Helgun og endurlausn voru samofnar tilraunum alkemistanna. Þær voru hluti af andlegri þroskagöngu þeirra í gegnum lífið. Alkemíu tengdust því ekki einungis miklar „vísindalegar“ rannsókn- ir á náttúrunni, heldur líka dulspeki og trúar- og heimspekilegar hug- leiðingar. Innan alkemíunnar er að finna íhuganir um samsvörun milli hinna sjö himintungla, sjö málma og sjö guða eða guðlegra eiginleika, sem kallast á við veruleika mannsins.24 Menn notuðu líka svipaðar hlið- stæður varðandi tímabil sögunnar. Í samræmi við heimsslitafræði ritn- ingarinnar – sem voru áberandi innan alkemíunnar – var talið að tímabil manns og heims væru fjögur (sbr. Dan 2). Fyrst var gullöldin, TMM_3_2009.indd 116 8/21/09 11:45:37 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.