Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 120
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 120 TMM 2009 · 3 um í ritningunni.31 Nafnið er merkingarhlaðið og getur þýtt „konungur minn er réttlæti“ eða „konungur minn er Guð“. Í fyrstu Mósebók mætir Abraham prestkonunginum Melkísedek í Salem (Jerúsalem) sem þjónar hinum hæsta Guði „skapara himins og jarðar“ (1M 14.18–20). Melkíse- dek færir Abraham brauð og vín og blessun. Í þakklætisskyni gefur Abraham honum tíund af öllu. Þessi frásögn var síðar notuð til að tryggja rétt Levíta yfir helgihaldinu í Jerúsalem (4 M 18.21. Mal 3.6–10) en einnig prestastéttarinnar sem þar var fyrir. Í ritningunni og í síðgyðingdómi var Melkísedek ætíð umlukinn dulúð þar sem hann sameinaði hlutverk æðstaprestsins og konungsins. Þessi hugmynd fær sína sérstöku túlkun í Hebreabréfinu. Melkísedek er þar forveri Jesú Krists sem er hinn sanni æðstiprestur er gerir alla fórn- arþjónustu óþarfa (Heb 7).32 Í Nýja testamentinu er hugmyndin notuð til að undirbyggja játninguna til lífsins og gildi þess þrátt fyrir þverstæð- ur veruleikans. Innan tvíhyggju gnóstískra hugmynda kemur Melkísedek oft fyrir en í þessum hugmyndakerfum er hann notaður til að draga fram skýr mörk milli veruleika holds og anda.33 Bjarni nýtir sér þá hefð og í ræðu Melkísedeks koma greinilega fram maníkeískar áherslur. Hann byggir á strangri tvíhyggju þar sem barátta ljóss og myrkurs eða holds og anda eru í forgrunni. Tilvera mannsins er sambland af veruleika beggja og endurlausnin felst í að snúa sér frá holdi og myrkri til ljóss og anda. Í frásögn Bjarna rís Melkísedek upp gegn konunginum og áfellist hann fyrir að fylgja ekki þeirri kenningu sem samfélagið byggist á og virða ekki sem skyldi mátt myrkursins. Hann leiði fólkið af vegi endurlausn- arinnar þannig að það gleymi því hvers vegna það flúði heiminn inn í þennan verndaða dal. Ræða Melkísedeks inniheldur dæmisögu um átökin milli Guðs og djöfulsins. Bjarni nýtir sér skilning ritningarinnar á djöflinum sem blekkingasmið (Jóh 8.44). Hann hefur einungis vald yfir fólki svo lengi sem það er fangið í lygavef.34 Þetta útfærir Bjarni nánar í bók sinni Bern- harður Núll. Og auk þessa notar hann hugmyndir úr manikeisma þar sem jörðin er skilgreind sem leiksvið djöfulsins. Hann hefur um aldir fengið að leika þar lausum hala án minnstu mótspyrnu frá Guði og samt hélt jörðin velli.35 Í dæmisögunni leiðist djöflinum þetta endalausa streð og krefst þess af Guði að fá að ljúka því. Hann vill að lög sín – boðorðin tíu með öfugum formerkjum – ríki á jörðu. Menn eigi að hafna Guði en játast djöflinum með því að ljúga, svíkja, ræna, drepa og umfram allt að drýgja hór. Guð fellst á að leyfa Satani þetta og gefur jörðina eftir ef Satan geti fengið alla til að fylgja sér. Djöfullinn hefst þegar handa og TMM_3_2009.indd 120 8/21/09 11:45:37 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.