Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 121
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“ TMM 2009 · 3 121 verður vel ágengt. Í þessum heimi djöfulsins reyna menn að flýja erfið- leika þjáningar og neyðar með „taumlausum hórdómi“(N 26). Bjarni grípur hér til siðferðilegrar skilgreiningar á synd og erfðasynd. Hann túlkar syndina einhliða sem siðferðilegan breyskleika. Í gegnum ald- irnar hefur þessi syndaskilningur verið útbreiddur. Höfundar rita ritn- ingarinnar og kennimenn kirkjunnar hafna honum og hafa reynt að leiðrétta hann en með mismiklum árangri.36 Vandinn sem djöfullinn stendur loks frammi fyrir er enn og aftur þessi eini réttláti, sem heldur „dauðahaldi í trúna á tilvist réttláts Guðs“ (N 27). Það er alltaf þessi eini sem eyðileggur allar áætlanir Satans. Gegn þessu óréttlæti rís djöfullinn og sækir manninn heim. Djöflinum tekst með afstæðishyggju og lygina að vopni að fella bóndann og tvíhyggjan er nú algjör. Engin tengsl eru lengur til á milli himins og jarðar. Sköp- unarverkið hafnar skapara sínum og maðurinn bindur Guð við himin- inn einan (N 34). Menn eru slegnir blindu og sjá ekki lengur að sjón- deildarhringurinn tengir saman himin og jörð. Bjarni lætur Melkísedek yfirgefa veruleika lífsins og hverfa á vit tvíhyggjunnar. Þverstæðum veruleikans er hér fórnað á stalli afneitunar á þeirri blessun sem jarð- neskt líf er, þrátt fyrir að vera umlukið þjáningu og erfiðleikum. Algyðistrú Salómons Konungurinn Salómon er fulltrúi fyrir sömu afneitun á veruleika lífsins en með öfugum formerkjum. Hann greinir ekki á milli veruleika Guðs og sköpunarinnar. Í hugmyndakerfi sínu sameinar hann hvort tveggja svo úr verður eitt, þ.e.a.s. algyðistrú (pantheismi). Í áttunda kafla Nætur- varðar kyrrðarinnar greinir konungurinn frá „sýn“ sinni á alheiminn. „Hann er svo stór að heimskan rúmast í honum, þess vegna er hann paradís þótt sums staðar sé hann verri en helvíti. Í stóra heimi búa menn á andliti Guðs“ (N 146–147). Hugmyndin sem konungurinn kemur fyrir í sýninni hafnar þverstæðum veruleikans og hann sér allt sem eina sam- stæða heild. Í henni einsetur konungurinn sér „að horfa aðeins á það fegursta sem ég sá og þá fór að renna upp fyrir mér að í þessum skógi byggi konungur stóra heims, vera sem lifði alltaf eins og í felumynd. Ef ég einbeitti mér og hann stóð nægilega lengi kyrr gat ég raðað saman glömpum af gljáandi laufblöðum í himneskt andlit, töfrað mynd hans út úr umhverfinu, en um leið og hann bærði á sér rann hann saman við það á ný“ (N 149). Guð hefur hér sameinast sköpun sinni og þverstæður heims og manns verða að víkja. Þetta hugmyndakerfi virðir ekki líf ein- staklingsins sem einstakt heldur gefur það á vald þögninni (sbr. örlög TMM_3_2009.indd 121 8/21/09 11:45:37 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.