Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 123
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“ TMM 2009 · 3 123 hér skref sitt til fulls og hafnar villu föðurins sem virðir ekki mennsk- una sem verður að veruleika í lífi einstaklings. Maðurinn er sem einstaklingur persóna sem á rétt til lífs óháð hugar- flugi hugmyndasmiða þessa heims. Immanúel kemur síðan hræi dúf- unnar fyrir í vöggu systur sinnar. Bjarni grípur til heimsslitafræða alkemista til að draga fram afleiðingar þessarar villu.38 Söfnuðurinn í dalnum stendur frammi fyrir skipbroti hugmyndakerfis konungsins. Fólkið orðar stöðu sína: „Við erum Guði gleymd […] Sál konungsins er dáin“ (N 259). Líkt og í Nóaflóðinu bresta himnarnir. Vatnið uppi á fjall- inu, sem borg safnaðarins var höggvin inn í, brýst í gegnum bergið og flóðið tekur fólkið með sér í sína votu gröf. Hugmyndafræði sem fórnar einstaklingum á altari heildarinnar leiðir glötun yfir þá er henni fylgja. Báðar nálganirnar, sú sem skilur að himin og jörð (Melkísedek) eða sú sem sameinar (Salómón), steypa manninum í glötun. Hvorugur vildi gangast við þverstæðum veruleikans og axla þær byrðar þjáningar og blessunar sem lífinu fylgja. Í lok bókarinnar stingur Immanúel úr sér augun fyrir þá sýn sem hann hefur öðlast á veruleikann og verður arftaki hins dularfulla blinda sjáanda. Þessi saga kallast nokkuð á við 9. kafla Jóhannesarguðspjalls. Þar er frásögn er fjallar um lækningu Jesú á blindum manni. Lækningin veldur deilum á milli þess læknaða og farísea. Í þeim kemur hægt og hægt fram að hinn blindi var sem sjáandi, ekki bara á veruleika Guðs í Kristi heldur á veruleika lífsins, á meðan hinir sjáandi voru sem blindir. Bjarni endar þannig sögu sína á játningu til lífsins sem kemur fram í því að axla ábyrgð á eigin lífi og takast á við veruleika þess með öllum sínum þverstæðum. Það er ekkert að því að selja sál sína lífinu, í fullri vitund um að vera dauðleg vera. Bjarni hóf söguna á orðunum „Lesirðu lengra ertu að selja sál þína“ (B 7).39 Þetta er rétt, sá sem tekur sér bók í hönd og les gefur hluta af lífi sínu. Hann deilir lífi sínu með heimi bók- arinnar og samtal hefst sem krefst þess að tíma sé fórnað og haft sé fyrir hlutunum. Hið sama á við um lífið, það krefst þess að maðurinn játist því og beri ábyrgð á því sem það leggur manninum á herðar. Bjarni nýtir sér í bók sinni táknheim alkemíunnar og minni úr Biblíunni til að ljúka upp vægi hins hversdaglega. Saga Bjarna tekur undir ákall ritningarinn- ar um að virða mennsku mannsins sem mætir okkur í hverjum ein- staklingi og í fjölbreytileika og þverstæðum lífsins. Þessi játning felur í sér að maðurinn verði að gangast við eigin lífi og sögu. Í ofangreindum bókum hefur Bjarni gert grein fyrir ferlunum iðrun og játningu en í bókunum sem verða teknar fyrir í seinni grein minni eru viðfangsefnin sátt og samfélag. TMM_3_2009.indd 123 8/21/09 11:45:37 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.