Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 128
J . M . G . L e C l e z i o 128 TMM 2009 · 3 hún hnarreist, með hendur á hnjám, bein í baki, höfuðið ögn reigt aftur vegna þunga fléttunnar. Ennið er slétt, augabrúnirnar bogadregnar og í augnaráðinu leiftrar örsnöggt logi lífs hennar. Hún starir í gegnum gljáhúðaða ljósmyndina, mér finnst eins og hún sé eina andlitið með augnaráð í miðjum hópi ókunnugs fólks. Ég hef oft reynt að ímynda mér hvaða augum bekkjarsystur hennar litu hana, Martine, Sophie, Maryse Aubernet, Nadia Cohen eða strákarnir í bekknum hennar, þessi ljós- hærði Pierre Barnoud með feimnislega yfirbragðið eða þessi Alain sem grettir sig og skælir dálítið. Hvernig gat hún lifað á meðal þeirra án þess að þau sæju hana? Dag nokkurn þegar ég var heima hjá henni, undir lokin, ræddi hún við mig í fyrsta og eina skiptið um franska mennta- skólann, um kennarana, um leiðina sem hún varð að fara fótgangandi við sólarupprás á morgnana frá fátækrahverfinu og á kvöldin til að kom- ast aftur heim. Hún sagði að hún ætti enga vini, að hún ræddi ekki við nokkurn mann, að hún héldi að hún væri ósýnileg. Og ég horfi á andlit hennar á ljósmyndinni og ég sé bara hana. Í fyrstu vorum við Zobéide í feluleik. Kannski var það vegna fátækt- arinnar sem hún hafði búið við alla barnæskuna eða kannski vegna þess að hún vildi ekkert með mig hafa né nokkurn annan. Oft sá ég hana fara framhjá og hverfa inn í þröng strætin. Kvöld nokkurt, eftir skóla, elti ég hana til að komast að heimilisfangi hennar, leyndarmálinu hennar. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem ég elti einhvern um göturnar. Ég get meira að segja haldið því fram að ég hafi verið nokkuð góður í þeim efnum. Ég hafði elt marga skuggalega náunga og einnig stelpur sem höfðu ekki einu sinni orðið mín varar. En að elta Zobéide var virkilegt ævintýri sem leiddi mig gegnum borgina þvera og endilanga. Ég man eftir óendanlegri göngunni, torgunum sem hún fór yfir, gatnamótunum þar sem hún skaust milli tveggja bíla. Við fórum lengra en að járnbrautastöðinni, inn í hverfi sem ég þekkti ekki. Þar skinu neonljós, þar voru kaffihús, hótel, fólk sem lá í leyni, vændiskonur með þreytuleg augu. Zobéide gekk á undan mér hröðum skrefum, hnakka- kerrt í bláa pilsinu sínu og jakkanum og síð fléttan sveiflaðist við bak hennar. Heim að dyrum venjulegrar blokkar við járnbrautateinana með und- arlega nafninu sem mótað var í gifs fyrir ofan dyrnar: Happy days. Ég fylgdi á eftir henni inn í anddyrið og las í flýti nöfnin sem skrifuð voru á póstkassana meðan ljósrofinn tifaði, þessi nöfn sem ég man enn eins og þau væru kynngimögnuð, handskrifuð á nafnspjöld sem fest voru á póstkassana. Balkis, Savy, Sauvaigo, Eskenazy, André, Delphin. Á síð- asta póskassanum í röðinni var fest með teiknibólu rétthyrnt blað úr TMM_3_2009.indd 128 8/21/09 11:45:38 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.