Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 139
TMM 2009 · 3 139 Á d r e p a Ármann Jakobsson Þrettán setningar um skáldsögur í tilefni af umræðu um uppkastið í seinasta hefti TMM 1. Allar skáldsögur eiga erindi við lesendur sína. Þetta erindi mætti nefna boð- skap en orðið getur þó reynst vandmeðfarið vegna þess reginmunar sem er á skáldsögu og pistli í dagblað eða útvarpserindi. Ýmsum sem fást við greiningu skáldsagna finnst orðið boðskapur gefa til kynna að skáldsagan flytji opinská- an og einhliða sannleik sem sjaldnast er þó raunin; erindi skáldsögu er oftast margrætt og flókið. Þar af leiðandi er ekki óalgengt að tveir lesendur lesi tvenns konar boðskap úr einni skáldsögu. 2. Frá upphafsárum skáldsagnagerðar snemma á 19. öld hafa verið til ýmsir flokkar skáldsagna. Þar á meðal eru sögulegar skáldsögur. Í þeim er fortíðin endursköpuð og í því felst ákveðin söguskoðun eða sögutúlkun. Það er þó aldrei eina erindi sögulegrar skáldsögu; stundum er hið sögulega skeið þar sem sagan gerist fyrst og fremst bakgrunnur fyrir þá sögu sem glímt er við og talin er hafa almennt gildi. Líklega hafa sögulegar skáldsögur ævinlega almennt gildi umfram hið sértæka og þar með einnig skírskotun til samtímans. Þar af leiðandi er söguskoðun sögulegra skáldsagna oft tvíræðari en söguskoðun heimspekilegra sagnfræðirita, svo að ekki sé minnst á frásagnarsagnfræðirit, hvað þá útvarpserindi eða leiðara dagblaða. 3. Sögulegar skáldsögur þróast eins og aðrar bókmenntir. Það gefur þó augaleið að þar sem þessi grein bókmennta er einkum skilgreind út frá efnisvali er flokkurinn æði fjölbreyttur. Margar sögulegar skáldsögur sem samdar eru nú á dögum eru nauðalíkar þeim sögulegu skáldsögum sem frumkvöðullinn Walter Scott sendi frá sér fyrir 200 árum. Aðrar eru undir meiri áhrifum frá formbreytingum 19. og 20. aldar, módernisma og jafnvel póstmódernisma. Almennt séð ríkir þó íhaldssemi í forminu og það hefur óljósa stöðu á mörkum alvarlegra bókmennta og afþreyingarbókmennta. Sumar sögulegar skáldsögur eru afþreyingarbókmenntir og þannig hefur það verið frá dögum Alexandre Dumas eldri; ýmis verk hans má flokka til afþreyingarbókmennta, þó að þar með sé engan veginn sagt að þau skorti alla dýpt. TMM_3_2009.indd 139 8/24/09 3:52:08 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.