Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 140

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 140
140 TMM 2009 · 3 Á d r e pa 4. Ef til vill hefur hið póstmóderníska ástand haft þau áhrif að mörk skáldsagna og sagnfræði verða óljós í hugum vönustu lesenda. Aðrir lesendur hafa ef til vill ævinlega hneigst til að meðtaka sögulegar skáldsögur eins og sagnfræði. Hvað sem því veldur hneigjast viðtökur sögulegra skáldsagna í nútímanum til að verða heldur flóknari en sögurnar sjálfar. Þannig varð sá er þetta ritar undr- andi þegar hann heyrði skáldsögunni Vonarstræti (2008) lýst sem verki á mörkum sagnfræði og skáldskapar þar sem hann taldi sig hafa ritað fremur hefðbundna skáldsögu, að vísu ekki ósnerta af módernisma í stíl og nálgun við efnið. Þannig er sagan stutt og laus við þann aragrúa smáatriða sem snjallir skáldsagnahöfundar á 19. öld nýttu sér til að færa lesendur sína yfir í annan heim. Þvert á móti var stefnan sú að láta lesendum eftir að sjá fyrir sér smáat- riðin og stjórna þeim sem minnst og er sú fagurfræðistefna ekki glæný heldur algeng í bókmenntum 20. aldar, þar á meðal ýmsum sögulegum skáldsögum. 5. Stundum er haft í flimtingum að Íslendingar hafi takmarkaðan áhuga á öðru en ævisögum og skáldsögur verði þá fyrst vinsælar á Íslandi ef hægt er að selja íslensku þjóðinni þær sem ævisögur. Þannig geti jafnvel flókin og nútímaleg skáldverk eins og Grámosinn glóir ratað til þjóðarinnar ef í þeim er ævisöguleg vídd. Það gerir verkin sjálf þó ekki að ævisögum og Vonarstræti er sannarlega ekki ævisaga Skúla og Theodóru Thoroddsen heldur skáldsaga sem sækir efni sitt í ákveðnar staðreyndir úr lífi þeirra. Eins og skáldsögur yfirleitt hnitast hún um hið almenna fremur en hið sértæka. Þetta ætti að vera skýrt af sögunni sjálfri. Vonandi er því ekki til marks um of mikla valdagræðgi yfir túlkunum á eigin verki þó að höfundur láti þess getið að fyrir honum hafi ekki vakað það eitt að segja frá þessu löngu liðna fólki. Og það jafnvel þó að fólkið séu langafi hans og langamma – eins og ýmsir sem ræða söguna telja brýnt að taka fram, þar á meðal Gunnar Karlsson í seinasta hefti Tímarits Máls og menningar. Vita- skuld hlýtur það að hafa áhrif að söguefnið sé skylt höfundi, til að mynda þekkir hann fyrir vikið efnisatriði sögunnar og þess vegna hafa þau vakið áhuga hans. Ætli flestir skáldsagnahöfundar hneigist ekki til að skrifa um það sem þeir þekkja fremur en það sem þeir þekkja ekki? 6. Þessi ævisögulega rannsóknaraðferð á skáldsögum er vitaskuld góðra gjalda verð og kann að vera að einhverju leyti skýrandi, að því gefnu að hún sé ekki aðeins leið til að vísa höfundi til sætis á hinum óæðri bekk rithöfunda þar sem höfundum ættfræðirita og þjóðlegs fróðleiks er jafnan ætlaður sess. Hugmynd- in með að draga fram slíkan skyldleika er þá væntanlega sú að vara lesendur við og benda þeim á að höfundur sé ef til vill of nálægur söguefninu og skorti þá nauðsynlega hlutlægni. Það má aftur á móti velta því fyrir sér hvort slíkur fyrirvari sé nauðsynlegur þegar um skáldsögu er að ræða. Er það ekki eðli skáldsagna að höfundurinn sé nálægur efni sínu? Á hann að sækjast eftir fjar- lægð og hlutlægni? Í þessu tilviki er fyrirvarinn líka ónauðsynlegur. Þó að höfundur skáldsögunnar sé afkomandi þess raunverulega fólks sem hann tekur traustataki og setur í skáldsögu er nálægðin lítil; fólkið er löngu látið TMM_3_2009.indd 140 8/21/09 11:45:38 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.