Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 142
142 TMM 2009 · 3 Á d r e pa vandi á höndum þegar sögu hans er stillt upp sem mati nútímans á uppkasts- deilu ársins 1908 ásamt tæplega þrítugu útvarpserindi Vilmundar Gylfasonar eins og Gunnar Karlsson gerir í seinasta hefti Tímarits Máls og menningar, að vísu með ýmsum fyrirvörum um mun skáldsagna og útvarpserinda og jafnvel mætti líta á samanburð hans sem hálfgerðan leik. Samt má spyrja sig hvort það sé alveg sanngjarnt að benda á að skáldsaga verði ekki metin alveg eins og opinská rökræða og gera það þó samt. Þannig segir Gunnar á einum stað: „Hvergi í bókinni sé ég mat Theodóru og skoðanir véfengd.“ Hann á þá vænt- anlega við að matið sé hvergi vefengt af „rödd höfundar“ fremur en öðrum persónum sögunnar eða samfélaginu sem er lýst í sögunni; annars væri þessi fullyrðing augljóslega ósönn. Víða í bókinni kemur fram að skoðanir Theo- dóru eru umdeildar. Ef vel er lesið má jafnvel finna snögga bletti á kokhreysti hennar sjálfrar og á bls. 58–63 er löng rökræða þar sem tveir uppkastssinnar og tveir uppkastsandstæðingar hafa orðið. Að minni hyggju setja báðir aðilar þess rifrildis fram góð rök fyrir sínum málstað, allt í beinni ræðu. Og þá má spyrja: Ef þetta telst ekki með, hvað telst þá með? Er hægt að reikna með svo fullkom- inni samstöðu höfundar og aðalpersónu bókar án þess að nákvæmari greining skáldsögu fari fram? Hvers vegna koma andstæð sjónarmið fram í verkinu ef lesendum er ætlað að hafa sum þeirra að engu? Um leið má velta því upp hvort það megi ekki lýsa skáldsögu eins og Vonarstræti þannig að hún sé hvorki með né á móti uppkastinu og sé enda ekki ætlað að meta ágæti þess. Kastljósinu er frekar beint að fólkinu sem tók þátt í þessari deilu, forsendum þess fyrir skoð- unum sínum, áhrifum þeirra á hegðun þess og afleiðingunum sem þessi bar- átta gat haft. 11. Að þessu sértæka svari veittu má nálgast aftur þá áhugaverðu tilgátu að margir Íslendingar hneigist til að meta sögulegar skáldsögur eins og sagn- fræðirit eða ævisögur – ef til vill sérstaklega ef höfundurinn ef jafnframt vís- indamaður og kannski bætir þar ekki úr skák ef sögupersónur eru ættingjar hans. Sjálfum finnst mér þá fulllítið gert úr sjálfu forminu og raunar einnig úr hefðinni. Vitaskuld er talsverður munur á því að fást við skáldaðar persónur og því að gera fólk sem var til í alvörunni að skáldsagnapersónum. Freistandi er að kalla hið síðarnefnda persónutúlkun fremur en persónusköpun þar sem efniviðurinn kemur til höfundarins úr sögunni. Ef til vill mætti huga að þess- um mun þegar rætt er um persónusköpun í Íslendingasögum en einnig þar er fengist við fólk sem höfundarnir hafa væntanlega trúað að hafi verið til. Um leið er sá möguleiki vitaskuld fyrir hendi að finna í sögulegu skáldsögunni mat á horfnum tíma, en þá þarf að lesa vel – hugsanlega er það mat ekki höfuðatriði sögunnar því að hugsanlega snýst erindi hennar um annað. 12. Erindi skáldsögu hlýtur alltaf að vera flókið en vísbendingar um það hlýtur þó að mega að finna í áherslum þess. Hvers vegna heitir skáldsagan Vonarstræti þessu nafni? Hvers vegna er hún tíu kaflar sem flestir bera „þematísk“ nöfn? Hvaða sannleikur er sóttur í árið 1908 í þessari skáldsögu? Hér hefur verið TMM_3_2009.indd 142 8/21/09 11:45:39 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.