Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 7
TMM 2009 · 4 7 Gunnar Karlsson og Silja Aðalsteinsdóttir Saknað – Peter Foote Það er einkennilegt að hugsa til þess að Pétur Fótur skuli vera horfinn úr heimi. Einhvern veginn virtist hann svo eilífur þar sem hann fagnaði manni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, í anddyrinu á fallega húsinu sínu í Highgate í London, leiddi mann í stofu – og kannski opið út í garð – og bauð umsvifalaust upp á gin og tónikk. Líklega lærðum við hjónin að drekka þann göfuga og holla drykk í því húsi. Eftir grínagtugar sam- ræður (því þær háfleygu voru geymdar þar til eftir mat) var farið inn í borðstofu (sem seinna varð vinnuherbergi Elinóru konu hans) eða stóra eldhúsið og snæddur staðgóður breskur matur. Við gleymum aldrei fyrstu máltíðinni í þessu húsi. Stelpurnar voru þriggja og níu og höfðu aldrei bragðað annað eins sælgæti og kjötréttinn. Þeim var sagt að hann héti „shepherd’s pie“, og Pétur bætti við á íslensku, með skelmislegu brosi til stelpnanna: „Já, þeir eru góðir, smalarnir okkar!“ Eftir matinn var gjarnan tekin stund í að fara yfir textabút sem ein- hver í fjölskyldunni hafði verið að basla við að setja saman á ensku. Pétur leiddi höfundinn afsíðis inn á skrifstofu sína, fór af natni og nákvæmni yfir ritsmíðina og hætti ekki fyrr en hún var komin á lýta- lausa ensku. Hann var einstaklega hjálpsamur og varði stundum helst til miklu af vinnutíma sínum í að þýða á ensku ritverk eftir Íslendinga þegar hann hefði getað skrifað langtum betri verk sjálfur. Hann gat verið ótrúlegur nostrari. Við hjónin eigum eintak af fyrra bindi ensku Grágásarþýðingarinnar sem hann átti hlut að sjálfur og gaukaði ein- hvern tímann að okkur. Í bókina er krotað svo mikið með penna að við héldum, þegar við tókum eftir því, að hann hefði í misgripum gefið okkur eigið eintak sem hann hugsaði sér að nota kannski ef bókin yrði endurprentuð. Nei, sagði hann aðspurður; hann krotaði svona leiðrétt- ingar inn í hvert eintak sem hann gæfi fólki. Það voru Peter Foote og Björn Þorsteinsson, prófessorar við háskólana í London og Reykjavík, sem urðu til þess að við tókum okkur upp fjöl- TMM_4_2009.indd 7 11/4/09 5:44:30 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.