Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 76
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
76 TMM 2009 · 4
Þrátt fyrir að geta rakið ættir sínar aftur til ýmiskonar fornra mynd-
rænna frásagna er myndasagan, þegar hún kemur fram sem fjölda-
menningarform undir lok nítjándu aldar, fyrst og fremst álitin dægur-
menning. Og þrátt fyrir að hefja ferilinn að hluta til sem fullorðinsefni
– skopmyndir í dagblöðum, sem fullorðnir aðallega lásu – var fljótlega
farið að líta á myndasöguna sem afþreyingu fyrir börn. Þetta var reynd-
ar sérlega áberandi í Evrópu, en þar varð dagblaðamyndasagan fyrir
fullorðna ekki eins áberandi og í Bandaríkjunum. Þegar Tinni kemur
fram árið 1929 er það í sérriti ætluðu börnum og almennt séð er mynda-
sagan á þessum tíma fyrst og fremst álitin barnaefni. Blái lótusinn
markar því ákveðin tímamót fyrir myndasöguna, því þar verður opin-
berlega ljóst að það eru ekki aðeins börn sem kunna að meta Tinna
(trúboðinn hafði til dæmis greinilega lesið Tinnabækurnar, en notaði
sem yfirskin að nemendur hans læsu bækurnar af áfergju). Þrátt fyrir að
myndasagan hafi næstu áratugina enn mátt burðast með þá hliðrunar-
stöðu sem fylgir barnabókmenntum þá má færa rök fyrir því að þáttaskil
verði með lótusblóminu bláa.14
Eiturlyf fjöldans
Blái lótusinn er líka mikilvægur í sögu Tinna fyrir að þar er í fyrsta sinn
að finna heilsteyptan söguþráð með tilheyrandi gátu sem þarf að leysa.
Fyrstu þrjár sögurnar, ævintýrin í Sovétríkjunum, Kongó og Ameríku,
samanstóðu aðallega af laustengdum smáköflum og þrátt fyrir að í
Vindlum Faraós (1932, 1934, 1955) sé farið að örla meira fyrir línulegum
söguþræði þá er það ekki fyrr en í Kína sem Tinni fer virkilega að láta
til sín taka við rannsókn mála. Málið sem hann rannsakar tengist ópí-
umneyslu og lyfi sem veldur geðveiki, en sú saga hófst í Vindlum Faraós
(slíkar tvennur urðu síðan áberandi í Tinnabókunum, sbr. tunglbæk-
urnar og sjóræningjasögurnar, og á vissan hátt myndar Tinni í Tíbet
tvennu með Bláa lótusnum). Tinni rekur slóð geðveikilyfsins til Sjanghæ
og blandast þar inní vaxandi stríðsátök milli Japans og Kína, en meðal
annars verður hann vitni að því að Japanir sprengja lestarteina og kenna
kínverskum hryðjuverkamönnum um og nota sem afsökun fyrir innrás.
Tinni blandast inní þetta líka og er eftirlýstur sem njósnari, svikinn af
breskum yfirmanni alþjóðalögreglunnar (lesist: heimsvaldasinnum), en
heldur samt ótrauður áfram að reyna að finna ungan mann, fórnarlamb
geðveikilyfsins, en faðir hans er vísindamaður sem vonast til að hafa
fundið lækningu. Á leið sinni bjargar hann ungum kínverskum strák,
Tsjang, og eftir nokkrar flækjur sem fela í sér flótta undan þeim Skapta
TMM_4_2009.indd 76 11/4/09 5:44:40 PM