Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 76
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 76 TMM 2009 · 4 Þrátt fyrir að geta rakið ættir sínar aftur til ýmiskonar fornra mynd- rænna frásagna er myndasagan, þegar hún kemur fram sem fjölda- menningarform undir lok nítjándu aldar, fyrst og fremst álitin dægur- menning. Og þrátt fyrir að hefja ferilinn að hluta til sem fullorðinsefni – skopmyndir í dagblöðum, sem fullorðnir aðallega lásu – var fljótlega farið að líta á myndasöguna sem afþreyingu fyrir börn. Þetta var reynd- ar sérlega áberandi í Evrópu, en þar varð dagblaðamyndasagan fyrir fullorðna ekki eins áberandi og í Bandaríkjunum. Þegar Tinni kemur fram árið 1929 er það í sérriti ætluðu börnum og almennt séð er mynda- sagan á þessum tíma fyrst og fremst álitin barnaefni. Blái lótusinn markar því ákveðin tímamót fyrir myndasöguna, því þar verður opin- berlega ljóst að það eru ekki aðeins börn sem kunna að meta Tinna (trúboðinn hafði til dæmis greinilega lesið Tinnabækurnar, en notaði sem yfirskin að nemendur hans læsu bækurnar af áfergju). Þrátt fyrir að myndasagan hafi næstu áratugina enn mátt burðast með þá hliðrunar- stöðu sem fylgir barnabókmenntum þá má færa rök fyrir því að þáttaskil verði með lótusblóminu bláa.14 Eiturlyf fjöldans Blái lótusinn er líka mikilvægur í sögu Tinna fyrir að þar er í fyrsta sinn að finna heilsteyptan söguþráð með tilheyrandi gátu sem þarf að leysa. Fyrstu þrjár sögurnar, ævintýrin í Sovétríkjunum, Kongó og Ameríku, samanstóðu aðallega af laustengdum smáköflum og þrátt fyrir að í Vindlum Faraós (1932, 1934, 1955) sé farið að örla meira fyrir línulegum söguþræði þá er það ekki fyrr en í Kína sem Tinni fer virkilega að láta til sín taka við rannsókn mála. Málið sem hann rannsakar tengist ópí- umneyslu og lyfi sem veldur geðveiki, en sú saga hófst í Vindlum Faraós (slíkar tvennur urðu síðan áberandi í Tinnabókunum, sbr. tunglbæk- urnar og sjóræningjasögurnar, og á vissan hátt myndar Tinni í Tíbet tvennu með Bláa lótusnum). Tinni rekur slóð geðveikilyfsins til Sjanghæ og blandast þar inní vaxandi stríðsátök milli Japans og Kína, en meðal annars verður hann vitni að því að Japanir sprengja lestarteina og kenna kínverskum hryðjuverkamönnum um og nota sem afsökun fyrir innrás. Tinni blandast inní þetta líka og er eftirlýstur sem njósnari, svikinn af breskum yfirmanni alþjóðalögreglunnar (lesist: heimsvaldasinnum), en heldur samt ótrauður áfram að reyna að finna ungan mann, fórnarlamb geðveikilyfsins, en faðir hans er vísindamaður sem vonast til að hafa fundið lækningu. Á leið sinni bjargar hann ungum kínverskum strák, Tsjang, og eftir nokkrar flækjur sem fela í sér flótta undan þeim Skapta TMM_4_2009.indd 76 11/4/09 5:44:40 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.