Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 112
D ó m a r u m b æ k u r 112 TMM 2009 · 4 „sigrinum yfir lífinu“ eins og hann kallar það. Smærri rammarnir sýna hlut- skipti kvennanna eins og Novak vill sjá það, þær eru niðurlægðar, getulausar og gjörsigraðar. Ef út í það er farið er Eva því pólitískur fangi, stríðsfangi, með því að pynta hana og drepa staðfestir valdið að það má og getur farið svona með hana og þar með réttlætir það sjálft sig. Steinar Bragi lætur Novak ekki fara dult með hatur sitt á konum eða þá full- vissu að honum og öðrum körlum sé skylt að halda þeim völdum sem þeim beri vegna yfirburða sinna og þetta stríð sé háð og verði að heyja á öllum vígstöðv- um. Það leikur ekki vafi á herskárri andstöðu höfundarins gegn hugmynda- fræði hinnar ýktu karlmennsku fasisma og hernaðarhyggju. Spurningin er hvort og hvernig bókinni Konum tekst að segja eitthvað um þetta viðfangsefni sem sýni það í nýju og gagnrýnu ljósi. Melódramað togar svolítið í þessa bók, sterk gildi takast á eins og í myndum Lars von Triers. Um mynd hans Dogville sagði einn gagnrýnandi að kvenhatur von Triers næði þar hæstum hæðum og myndin sýndi „hina augljósu listrænu gleði [höfundarins] yfir því að horfa á konu þjást“. Hér er því haldið fram að umfjöllun von Triers um sadisma sé sad- istísk. Verði höfundurinn hins vegar of fordæmandi og móralískur breytist verk hans í tímalausa dæmisögu og missir sinn pólitíska slagkraft. Það er sem sagt nokkur hætta í því fólgin að ætla að beita hinu illa gegn því illa eða nota hið illa til að gera gott, eins og Galdra-Loftur sagði forðum. Innsta lagið á fagurfræðinni? Í ritdómum um bókina vekur það athygli hvað hún kveikir mikil hugrenn- ingatengsl hjá ritdómurum: Gauti Kristmannsson nefnir verk Söru Kane og nýlistarsýningu í Frankfurt, Björn Þór Vilhjálmsson talar um kvikmyndaverk Michaels Haneke, Úlfhildur Dagsdóttir nefnir bíómyndirnar Slivers, Frontièr(s) og Hostel auk skáldsögunnar Sagan af O. Við þennan lista gæti ég líka prjónað og tengingarnar benda til þess að Steinar Bragi sé að vinna með þemu sem eru mjög áleitin í samtíma okkar, bæði í fjöldamenningu og íslenskum samtíma- bókmenntum. Tilfinningin um afmennskun, varnarleysi og getuleysi, tilfinn- ingin um að vera viðfang gláps og græðgi annarra, hlutur meðal hluta, er líka til umfjöllunar í nýjum bókum Hermanns Stefánssonar, Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur og Braga Ólafssonar svo að nokkur séu nefnd. Steinar Bragi fjallar um neyslumenninguma þar sem allt gengur kaupum og sölum, ekkert líf er utan markaðar og fjölmiðla og stóri bróðir horfir á okkur eða það sem verra er – hann horfir ekki á okkur. Tilfinningaköld sjálfshyggja er forsenda þess klámfengna ofbeldis sem Steinar Bragi fjallar um og spurður um ofbeldi, klám og óþverra í verkum sínum svarar hann: „Hroðinn svokall- aður er bara ysta lagið á fagurfræði sem er enn í mótun, en felur í sér meiri innlimun ljótleika en áður hefur verið í íslenskum bókmenntum, smíði flókn- ari frásagnarhátta, hugmyndakerfa, siðferðis, en rúmast hefur í kankvísri ‘segja-góða-sögu’ áherslu ’68-kynslóðarinnar, svo dæmi sé tekið.“ Þetta er vel og drengilega mælt en þessi róttæku loforð á hann samt eftir að TMM_4_2009.indd 112 11/4/09 5:44:44 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.