Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 120
D ó m a r u m b æ k u r 120 TMM 2009 · 4 myndir Haraldar, sem eru óneitanlega spaugilegir, er sjaldan slakað á ósköp- unum og hörmungunum, svo bókin reynir nokkuð á lesandann, ekki síst þegar fram í sækir og frásögninni víkur til Danmerkur þar sem Ásthildur sekkur æ dýpra í fen eiturlyfjanna í Kristjaníu. Í lokin finnst lesanda að auki að úrvinnslu efnisins sé ekki allskostar lokið, enn eigi eftir að hnýta ýmsa lausa enda. Höf- undur lét þess getið í að minnsta kosti einu viðtali þegar bókin kom út að henni væri ætlað að vera upphaf lengra verks. Verði sú raunin verður að skoða þessa sögu sem fyrsta hlutann í stærra bálki sem meta þarf í heild síðar. Sagan skartar sterkri táknmynd sem er í senn einn af íkonum í rokkmenn- ingu hippatímabilsins og táknmynd fyrir forgengileikann, ófullkomleika mannanna og vanmátt þeirra til að storka náttúruöflunum eða Guði. Þetta er myndin á umslaginu utan um fyrstu plötu Led Zeppelin af loftfarinu Graf Zeppelin að hrapa í ljósum logum: „Smáneisti var nóg til að sprengja það í loft upp“ (61). En hljómsveitin Led Zeppelin gegnir líka hlutverki falsguða. Ást- hildur tilbiður hana, tónlist hljómsveitarinnar er henni „betri en kirkja“ (246) og af henni þráir hún sáluhjálp eftir að hafa orðið fórnarlamb nauðgara: „… þegar hún sá Jimmy Page leggja gítarólina yfir öxlina datt henni í hug að hún væri að horfa á Guð og þar næst hugsaði hún: Ef ég svæfi hjá Guði þá myndi ég hreinsast af öllum þeim óþverra sem ég mátti þola af þessum skítuga manni“ (249–50). Myndin af Zeppelinloftfarinu er listilega útfærð í kaflanum um sálarstríð Ásthildar í kjölfar árásarinnar. Eftir að hún hefur framið ofbeld- isverk sitt vitrast María mey henni í fangaklefanum og breiðir út faðminn, en þá „birtist sjálft móðurskipið Graf Zeppelin, það var úr silfri og ljómaði í sól- inni, Guðsmóðir hvarf, Zeppelinloftfarið stóð kyrrt í himneskri birtu yfir heitavatnsgeymunum í Öskjuhlíð þar til eldsfár braust út í því og það byrjaði að hrapa“ (269). Það er til marks um margslunginn hugmyndaheim sögunnar þegar teflt er saman hinum kristnu sjónarmiðum um fórnardauða Krists og guðlausri heimsmynd í samtali Kristjáns og Brynhildar eftir jarðarför Hörpu dóttur hennar. Hún hafnar í senn þeim skýringum eða réttlætingum sem rekja ódæð- isverkið til misgjörða sem gerandinn hafði orðið fyrir sem og þeirri túlkun Kristjáns að Harpa hafi dáið fyrir dóttur sína. Með því að ákveða hvort ætti að lifa, Harpa eða barnið, hafði Brynhildur með nokkrum hætti tekið að sér hlut- verk sem löngum hefur verið talið Guðs, en eftir að hún hafði valið vissi hún að Guð var ekki til. Harpa hafði að hennar mati heldur ekki dáið fórnardauða því að hún tók ekki þá ákvörðun sjálf. Í þessum kafla, sem er einn sá áhrifa- mesti í bókinni, er kirkjulegum kennisetningum vísað á bug á grundvelli mannlegs harms og jarðneskrar lífsafstöðu sem fyrst og fremst höfðar til ábyrgðar mannsins gagnvart sjálfum sér og öðrum manneskjum en styðst ekki við trú á æðri mátt eða annað líf. Í þessum kafla er rödd trúmannsins Kristjáns veik og hann hefur ekki svör við röksemdum Brynhildar. Titill bókarinnar vekur spurningar. Eru dimmar rósir hin dökku blóm sorg- arinnar, eins og í texta dægurlagsins? Eða eru þær blóm hins illa, afsprengi lasta og veikleika sem taka á sig mynd haturs, öfundar og ofbeldis og sífellt sá TMM_4_2009.indd 120 11/4/09 5:44:45 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.