Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 126
D ó m a r u m b æ k u r
126 TMM 2009 · 4
auðskapandi kapítalísku vélar, sakamálasögunnar, sem er hið eiginlega þorsk-
ígildi íslenskra bókmennta. Ekki er beinlínis efast um þessa rökvísi – víst selj-
ast sakamálasögur Arnaldar og Valgarðs í bílförmum, og ekkert segir að
skáldverk slíkra höfunda séu sjálfkrafa lítilsverð, eða að vænar sölutölur séu til
vamms – en gefið er til kynna að ýmislegt sé athugavert við kerfi sem byggist
á grunni blindrar sölumennsku og afþreyingargilda. Lengra mætti að sjálf-
sögðu halda með þessar vangaveltur. Sakamálasögur berast ekki til lesenda af
sjálfu sér. Máli skiptir hvaða forlag gefur þær út og stendur þeim að baki. For-
lag sem áskapað hefur sér virðingu með útgáfu fagurbókmennta er t.d. sér-
staklega vel í stakk búið til að kynna reyfarahöfund fyrir almenningi og fjöl-
miðlum, svo mark sé á tekið. Miðillinn er merkingin, sagði ágætur spámaður
eitt sinn, og það á hvergi jafn vel við og í markaðsstarfssemi. Sunna reynist hins
vegar arfavondur „miðill“ fyrir sakamálasöguna eins og skáldsagan í heild
sinni sýnir á víðtækan hátt, og endurspeglast á skemmtilegan hátt í þrákelkni
hennar að vilja selja eitthvað annað en Valgarð til matvörubúðanna.
3.
Með Valgarði Jónssyni innlimar söguhöfundur á vissan hátt íslensku saka-
málasöguna. Miðlægur þáttur í útgáfuherferð nýjustu bókar þessa vinsæla
höfundar er námskeið um sakamálaskrif sem haldið er í boði forlagsins, en
námskeiðinu er einnig ætlað að heiðra tíu ára höfundarafmæli skáldsins.7 Að
sjálfsögðu fellur það í skaut Sunnu að sjá um framkvæmd námskeiðsins, og
þannig er í enn eitt skiptið seilst inn í einkalíf hennar og frítíma sem þó er full-
skipaður. En af námskeiðinu og forlagssviðsetningunni má vera ljóst að verk-
inu er áskapað allnokkurt svigrúm til sjálfsögulegra hugleiðinga, og sýn þess á
ýmsa þætti bókmenningar samtímans (ekki aðeins Íslands) er bæði hæðin og
gagnrýnin. Skondið dæmi um það er sérkennileg „hámenningarleg“ barnabók
sem forlagið hefur nýverið gefið út í þýðingu þar sem vítiskvölum Strindbergs
er miðlað í gegnum Bangsímon og umbreytt í lífslexíur fyrir börn nýaldar.8
Þetta bókarskrípi neyðist Sunna sem sagt til að kynna í verslunarmiðstöð
klædd í illa saumaðan heimatilbúinn bangsabúning, sem vart er fallið til að
styrkja faglega sjálfsmynd hennar. Á þessu andartaki, eða kannski því þegar
Sunna kastar upp í búningnum, nær altækt vald markaðsmennskunnar
hámarki (lágmarki) í verkinu – það að versla með bækur er togað sundur og
saman í háði. Þessi „þráður“ gagnrýni og jafnvel svartsýni verður þó ekki ein-
tóna eins og sést á lagerstarfsmanninum Kjartani sem spáð hefur heimsendi
allt frá því að Þórbergur fór á útsölu – en enda þótt veröldin sé vond dregur
söluafsláttur á verkum Þórbergs vart slíkan dilk á eftir sér. Þannig mæta mál-
svarar menningarinnar einnig kaldhæðnu viðhorfi söguhöfundar þótt auðséð
sé að verkið stendur með Sunnu í sölutilraunum hennar, og afhelgun bóka-
forlagsins er viðhaldið sem rauðum þræði í gegnum söguna alla.
Vinsæl afþreyingarform mynda þó mikilvægasta vettvang menningarum-
fjöllunar í verkinu og segja má að gengið sé skrefi lengra en sem nemur nám-
TMM_4_2009.indd 126 11/4/09 5:44:45 PM