Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 127 skeiðinu við innlimun sakamálasögunnar því Vetrarsól bregður á leik með sjálfa formgerð og efnistök tegundarinnar; hún sviðsetur sjálfa sig sem saka- málasögu. Orðalagið er valið af kostgæfni því af ýmsum ástæðum er mjög til efs að hér sé á ferðinni verk sem setja skuli í flokk með Valgörðum íslenskra bókmennta. Að minnsta kosti verður að skjóta inn ýmsum fyrirvörum áður en það er gert. Vetrarsól er sakamálasaga sem fjallar um sakamálasöguna sem bókmenntategund og gerir sköpun og markaðssetningu slíkra verka að við- fangsefni. Fjallað er um stöðu sakamálasögunnar í íslenska bókmenntakerfinu við upphaf tuttugu og fyrstu aldarinnar. Vetrarsól er með öðrum orðum sjálf- söguleg og meðvituð um tegundarlega stöðu sína. Hún notar skjól sakamála- sögunnar á allt að því glæpsamlegan hátt til að grafa undan hefðum formsins. Þetta skiptir að sjálfsögðu umtalsverðu máli því að staða lesanda mótast mjög af því hvernig bókin yrðir á hann, hvernig hún býr til samskiptaferli sem ákvarðar meðal annars fjarlægð lesanda frá efniviðnum. En með sjálfsöguleg- um aðferðum skilur verkið sig jafnt frá helstu erindrekum tegundarinnar og hefðbundinni framvindu sakamálasögunnar, en þessi „aðskilnaður“ er ítrek- aður í gegnum sjálfa meðferð þess sakamáls sem í venjubundnum skilningi ætti að knýja frásögnina áfram, en er í raun og veru fjarverandi – en um þann þátt verður fjallað nánar hér að neðan. Ljóst er að tengsl Auðar Jónsdóttur við hið póstmóderníska ástand hafa tekið stakkaskiptum í nýrri skáldsögu og að til viðbótar við umfjöllun um hinn síðkapitalíska veruleika notfærir hún sér nú póstmódernísk skáldskaparbrögð. Þannig má segja að Auður endurnýi eigið höfundarverk á eftirtektarverðan hátt. Fyrst er rétt að huga nánar að námskeiðinu góða. Í upphafstíma þess, skammdegiskvöldstund eina í desemberbyrjun, varpar góðlátlegur og kas- óléttur leiðbeinandinn, Oddný, fram þekkingarfræðilegri spurningu er lýtur að skilgreiningu glæpasagna. Hvernig vitum við hvenær við höfum slíkt verk undir höndum? spyr hún. Helgi, sem Sunna hafði í fjarveru Axels neyðst til að taka með sér á námskeiðið, er snöggur til svars og segir að í glæpasögum sé framinn glæpur. Rökhugsunin er býsna skörp en kennarinn spyr á móti: eru allar sögur sem fjalla um glæp glæpasögur? Hér þagnar Helgi og kennarinn svarar neitandi. Svo er ekki, segir hún, og vitnar í fræðirit um sakamálasagna- hefðina íslensku eftir „K.J.“ sem heitir Glæpurinn sem ekki fannst þar sem því er haldið fram að augljós munur sé á verkum eins og Morðinu í Austurlanda­ hraðlestinni eftir Agöthu Christie og Glæp og refsingu eftir Dostojevskí. Skil- greining þessi á glæpasögunni er vitanlega ófullnægjandi þar sem nauðsynlegt er að styðjast við formgerðareinkenni og þematísk mótíf en ekki huglægar tikt- úrur og fyrirframgefna gæðastaðla hefðarinnar. Rökhugsun lýsingarinnar, sem birtist sem tilvitnun, er hins vegar merkingarþrungin og dæmigerð fyrir þá sjálfsvitund sem hnarreist gerir vart við sig í verkinu. Athygli lesanda er vakin á mikilvægu skilgreiningaratriði – því að hægt sé að nýta sér „einkenni“ glæpasögunnar án þess þó að tilheyra hefðbundinni birtingarmynd slíkra sagna. Frá sjónarhóli söguhöfundar má jafnvel ímynda sér að stigskiptinguna sem þarna er lýst beri að hafa í huga þegar sjálft verkið sem miðlar þessari TMM_4_2009.indd 127 11/4/09 5:44:45 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.