Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2009 · 4 félagslega kvilla af ýmsu tagi, hjá því verður vart komist, og um slík málefni er oftar en ekki fjallað að hætti hefðbundinna raunsæisverka. En slíkt á við aðeins upp að ákveðnu marki. Úrlausn fléttunnar hörfar nær undantekningarlaust frá samfélagsgreiningunni að hinu einstaklingsbundna og tilviljunarkennda, frá því sem kalla mætti sundurgreinandi sýn, eða röklegri bölsýni því heimurinn hættir ekkert að farast þótt eitt morðmál sé leyst, og setur fram „draumkennt samræmi“ og endurheimt samfélagslegt „jafnvægi“ sem umhverfi söguloka – allt fellur í ljúfa löð og hulunni hefur verið svipt af misindismönnunum.12 Í fyrstu er samfélagsgerðin í uppnámi því glæpur hefur verið framinn en frá sjónarhorni sýndarlausnarinnar felur uppljóstrun sakamálsins aðeins í sér innantóma og falska friðþægingu gagnvart kerfislægum vanda. Félagsleg vandamál, t.d. fordómar gegn útlendingum, reynast þjóna því hlutverki að skapa litríkt umhverfi fyrir æsandi spennusögu og samfélagsgreiningin líkt og leysist upp samhliða því að hetjan nær markmiði sínu.13 Með því að staðfesta röggsemi lögregluyfirvalda og hæfileika þeirra (nú eða blaðamanna eða einka- spæjara) við að viðhalda lögum og reglu, þegar sýnt hefur verið að glæpir borga sig ekki, þegar draumsýnin um örugga tilvist og traust félagslegt gangvirki hefur verið staðfest, ja, þar birtist í leiftursýn formúlan fyrir afturhaldssömu bókmenntaformi. Í endalausri endurtekningu er hugmyndafræðin um ágæti stofnana samfélagsins – þegar öllu er á botninn hvolft – fest í sessi og bók- menntagreinin skapar samtímis efa um getu sína til að fjalla á raunsæislegan hátt um „jaðarsamfélög“ sem og þær skuggahliðar sem hér að ofan voru nefnd- ar sem mikilvæg einkenni greinarinnar. Glæpasagan er í þessum skilningi klappstýra hins yfirborðskennda og því er það ekkert fagnaðarefni að á Íslandi hafi henni einhverra hluta vegna verið „úthlutað“ þessu mikilvæga viðfangs- efni, fjölmenningarsamfélaginu – ef sú er raunin. Eitt af því sem gerir Vetrarsól að skemmtilegri og jafnvel nokkuð djarfri sakamálasögu er að frásagnaraðferð- inni sem leiðir að „sýndar-jafnvægi“ er hafnað. Ólíkt hinni hefðbundnu saka- málasögu sem að lokum staðfestir stöðugleika hinnar fyrirframgefnu og rétt- látu samfélagssýnar, þá beinir Vetrarsól sjónum lesanda að fremur óhugnanlegri heimsmynd, veröld þar sem samfélagssáttmálinn er ótryggur og óskýr, þar sem réttlætissjónarmið ná ekki fram að ganga, veröld þar sem skýr siðferðileg „sýn“ getur reynst hættulegri en glæpsamlegt eðli. Lokaorð bókarinnar eru skemmtilegt dæmi um þá fjölmörgu viðsnúninga sem felast í verkinu, en les- andi sem ekki hefur lesið skáldsögu Auðar þarf ekki að hlaupa yfir það sem hér kemur á eftir, málsgreinarnar eru þess eðlis að þær spilla ekkert fyrir sjálfri „úrlausninni“ (sama á þó ekki við um 6. kafla hér að neðan): Ég heyri snarkið í pönnunni, bráðum fær mamma fregnir um barnabarnið. Og Axel. Trúlega heyrir hann líka sögu frá Barcelona, hérna sem við búum án þess að eiga neitt nema minningar, allra síst eldhúsinnréttinguna sem hann smíðaði úr timbri út á reikning hjá Húsasmiðjunni. Við getum skipst á sögum, reynt að greina það glæpsamlega í lífinu og byrjað á vistkerfinu, við getum spjallað um alla þessa sekt, saklausa sektina. Gjaldþrota manneskjur hafa engu að tapa. TMM_4_2009.indd 130 11/4/09 5:44:46 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.