Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2009 · 4 einkennilegt hversu mikið henni er í mun að halda atburðinum frá sínum nán- ustu, hún vill glíma ein við þessar sérkennilegu kringumstæður, og upprisu fortíðarinnar. „Ég þekkti atferli hennar, ég vissi hvers hún ætlaðist til af öðrum. Ég þekkti fortíð hennar“ (79), hugsar hún á einum stað og gefur þannig til kynna þau nánu tengsl sem eitt sinn ríktu milli hennar og Arndísar. Tengsl sem enn hafa ekki slitnað að því er virðist. Hér er haganlega haldið utan um formið af hálfu höfundar. Ef hugað er að krimmalögmálum er upphaf sem þetta velþekkt og vinsælt, vísi að óhæfuverki er varpað í kjöltu lesanda áður en hann hefur tækifæri til að staðsetja sig í söguheiminum. Mannshvarf hentar vel til að knýja áfram vél reyfarans, og höfundur spinnur eftirköst fréttarinnar á fimlegan hátt í fyrstu köflum bók- arinnar; hvarfið loðir við frásögnina og vitund Sunnu, og ertir sömuleiðis skynsvið lesandans. Senn gerir sérkennileg biðstaða þó vart við sig. Í stað hinn- ar hröðu söguþróunar sem hálft í hvoru er krafist af hefðinni taka vandamál við markaðssetningu sakamálasagna og fagurbókmennta að ná yfirhöndinni, ásamt námskeiðinu sem haldið er í tilefni höfundarafmælisins um réttar leiðir til að skrifa sakamálasögu. Þetta kann að koma á óvart því auðvelt er að ímynda sér að fyrsta lexían á slíku námskeiði væri einmitt sú að ekki sé ráðlegt sviðsetja fyrirferðarmikið sakamálsögunámskeið á viðkvæmum stað í upphafi fléttu sem leitast við að vekja áhuga lesanda á úrlausn flókins sakamáls. Á hinn bóginn er þetta vitanlega stórskondin aðferð til að leiða áfram þann sjálf- sögulega þráð sem fyrst er vakinn til lífsins með sviðsetningu sögunnar sem innanbúðar(saka)máls á bókaforlagi. Ljóst er að Auður fer á svig við „eðlilegar“ frásagnarreglur sakamálasögunn- ar. Veðurtepptur eiginmaður og sonur hans reynast mun fyrirferðarmeiri í vitund Sunnu en mögulegar skýringar á hvarfi æskuvinkonunnar. Biðstaðan hverfist í kringum einkalíf sem er hversdagslegt og raunverulegt, og birtist í sífelldri frestun þess að takast á við „sakamálið“ sem í upphafi er vísað til með hvarfi Arndísar. Sú sífellda frestun sem gerir vart við sig kjarnast í því að eng- inn í bókinni tekur sig til og fer að rannsaka hvarfið, að hluta til vegna þess að veruleikinn reynist svo miklu flóknari og meira aðkallandi en það sem liggur utan hans, þ.e. ævintýrið og sakamálafléttan. Í ljós kemur að „þrjóska“ Sunnu og andóf hennar gegn því að haga sér eins og almennilegri aðalpersónu sæmir og rannsaka hvarf æskuvinkonu sinnar (en henni reynist jafnvel ofviða að taka upp símann og hringja eitt símtal) er eins konar gabb af hálfu söguhöfundar – rannsóknin fer ekki fram nema að hluta til í samtímanum, verkefni Sunnu er að kafa ofan í fortíðina og grafast fyrir um löngu liðna atburði, hún þarf að endurtúlka og endurvekja tímabil ævi sinnar sem hún hélt að væri grafið og gleymt. Þar fyrir utan sýnist Sunnu það vera hálfgert glapræði að blanda sér í rannsókn á mannshvarfi, sem má vissulega til sanns vegar færa. Í tilviki Vetr­ arsólar virðist því um að ræða geirabók sem öðrum þræði er ekkert alltof hrifin af sjálfri tegundinni sem hún tilheyrir, en slík togstreita vekur að sjálf- sögðu upp margþættar spurningar um hvernig höfundur notar formið og í hvaða tilgangi. Í raun virðist söguhöfundur taka á yfirfærðan hátt þátt í nám- TMM_4_2009.indd 132 11/4/09 5:44:46 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.