Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 133 skeiðinu sem Sunna skipuleggur, námskeiðinu þar sem kennt er hvernig eigi að skrifa sakamálasögu. Þetta mætti líka orða sem svo að undir lokin útskrifast lesandi af námskeiðinu sem bókin sjálf sviðsetur. Þessi metafóríska mynd af sjálfsögulegri þátttöku skáldsögunnar í eigin tilbúningi getur jafnvel skýrt suma þá galla sem finna má á verkinu og lúta að byggingarþáttunum saka- málafléttunnar. Bókin bókstaflega gerir viðvaningsskap við sakamálaskrif að viðfangsefni, og því e.t.v. ekki að undra að hún beri sjálf nokkur merki viðvan- ingsskapar þegar kemur að sakamálafléttunni, þegar hún loks kemst á flug, og úrlausn hennar. Á einum stað er meira að segja birt barnslegt framlag Helga til sakamálanámskeiðsins; skilaboðin eru e.t.v. þau að það sé í lagi að vera „naíf“ á þessu sviði ef hjartað er á réttum stað. 6. Skáldsagan sem Auður sendi frá sér á undan Vetrarsól, Tryggðarpantur (2006), fjallaði um ósamstæðan hóp af konum sem lífið hafði varpað saman af tilvilj- un. Vetrarsól endurtekur að nokkru leyti þessa grundvallarformgerðarhugsun. Í fortíðarköflum bókarinnar kynnumst við þremur konum sem eiga fátt sam- eiginlegt annað en að örlagaþræðir þeirra hafa tvinnast saman í borg sem þeim er öllum ókunnug. Í Tryggðarpanti segir frá Gísellu, miðaldra konu sem lifir hinu ljúfa lífi í ónefndri evrópskri stórborg (spænsk borg kemur sterklega til greina, því ekki Barcelona?), en vaknar upp við þann vonda draum að arfurinn sem hafði fleytt henni áfram í gegnum lífið er uppurinn. Lausnin á fjárhags- vandræðunum er að safna saman hópi af meðleigjendum, konum sem eiga við vandamál að glíma og vantar húsnæði (líkt og Napassorn í Öðru lífi) en raunir þeirra ætlar hún sér að nota sem efnivið í grein fyrir byltingarsinnað tímarit á vinstri vængnum (ein af mörgum aðferðum söguhöfundar til að hæðast, oft mjög kaldranalega, að vitundarmiðju verksins). Í kjölfarið færist lesandi að kjarna bókarinnar, þeirri merkingarhlöðnu formgerð sem höfundur hefur lagt býsna mikið á sig til að koma í kring – hinu fjölmenningarlega samfélagi þar sem Gísella, fulltrúi lyotardískra forréttinda og vestrænnar sjálfumgleði, stjórnar framvindunni og reynir að móta „leigjendurna“ eftir sínu höfði. Hug- myndin er góð þótt umgjörðin sé gölluð að því leytinu til að viðhorf söguhöf- undar til vitundarmiðjunnar, Gísellu, er svo fullt andúðar og meinfýsinnar fyrirlitningar að á köflum er sem sjónarhornið kæfi framvinduna, boðskap- urinn er predikaður af of miklum þunga. Það er vandasamt að segja sögu frá sjónarhorni sem höfundur er hugmyndafræðilega, siðferðilega og/eða pólitískt ósammála, slíkt krefst nákvæmni og mikillar jafnvægislistar, og Auði tekst ekki fyllilega að leysa verkið af hendi. Í Vetrarsól er ekki um jafn flókið frá- sagnarlegt verkefni að ræða, stuðst er við hefðbundna fyrstu persónu frásögn spennubókmennta, sögunni vindur fram í röð knappra undirkafla sem óhætt er að segja að henti verkinu og höfundarrödd Auðar vel. Samband Vetrarsólar við Tryggðarpant skýrist enn frekar þegar líður á fyrrnefndu bókina, en upp úr miðju taka endurminningarnar um Barcelona sífellt að verða fyrirferðarmeiri. TMM_4_2009.indd 133 11/4/09 5:44:46 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.