Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 16
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 16 TMM 2011 · 2 Fyrstu bækurnar. Maðurinn alltaf einn? Existensíalisminn sem hugmynda­ legt umhverfi; tilvera mannsins undir teikni óendanlegs eyðingarmáttar og tilveru sem sækir ekki tilgang út fyrir hið afmarkaða jarðneska sjónarsvið. Hin tilgangslausa ferð (að því er virðist) í sumum sögunum. En á hinn bóginn brýst ástin hvað eftir annað upp á yfirborðið, stundum svo að minnir á nýrómantísk verk, og líklega ævinlega sem rómantískt afl í djúpristum skilningi sem veldur miklum átökum og spennu í þessum textum þegar þeir eru lesnir hver með öðrum. Blóð, hjarta, þrá. *** Thor kveðst andstæður þeirri mórölsku, þjóðfélagspredikandi hneigð sem ríkt hefur í Skandinavíu – sér sjálfan sig ekki sem kulturarbeter heldur sem skapara, einskonar prófet, listtöfralækni. Sagðist (með tilvísun til T. Mann) vilja spinna mikinn vef með ýmissi áferð og í sem fjölbreytilegustum litum – þar liggi óteljandi þræðir, ýmist stakir, samspunnir eða samliggjandi öðrum, eða þá í beinni andstöðu við aðra – en á bak við þetta hvirfilástand á ytra borði sé listræn heild, fagurfræðilegt jafnvægi. Athyglisvert út frá hugmyndum um módernisma og hinsvegar framúrstefnu – róttækri sundur­ liðun. Nóta bene ólíkar skoðanir fræðimanna á hinni „listrænu heild“. Er sú „heild“ forsenda þess að verk teljist fagurfræðilega vel lukkað? En ef hún verður fyrst og fremst til í vitund lesandans? Getur lesandinn ekki fléttað saman hina villtustu þræði? (Nóterað eftir samræður við Thor í Karfavogi í október 1981.) *** Hvernig hinn dauði maður er marghífður úr sjónum fyrir augum áhorfenda (Tvílýsi). Verður hugsað til sögunnar „Maður deyr“ í Maðurinn er alltaf einn. Fólksfjöldinn og dauðinn sem vélrænn atburður. Dauðinn hefur tapað sérkennum sínum en samt deyr maður aleinn (sbr. skáldsögu Rilkes, Malte Laurids Brigge). *** Tilvistarandartökin hjá Thor (sbr. V. Woolf, moments of being) – estetísk andartök? Eru þá lífsnautn og listnautn eitt? Thor hefur eiginlega upphafna trú á vægi listarinnar fyrir manninn, listgjörningurinn er hinsvegar ekki á einangruðum stalli heldur kjarnast í dýpstu kenndum og lífsólgu mannsins. Listin sem samræða mannsins við eigið líf, við stað sinn og vegferð í heim­ inum? *** Auga. Spegill dropans: augað? Auga í eyðilandinu, hefur legið úti, í 40 daga rigningu, síðan velkist það á hafi úti (Andlit í spegli dropans, 10–11). Kemur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.