Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 73
F r á s a g n a r l i s t o g f j ö l m e n n i n g a r l e g u r s k i l n i n g u r TMM 2011 · 2 73 1936) en hinn er ritgerð eftir rýnandann Walter Benjamin (1892–1940). Umræðan mun einnig leiða af sér hugleiðingar um sjálfsvitund, þjóðerni og alþjóðleika. Sá sem segir söguna í skáldsögu Llosa er ónafngreindur rithöfundur frá Perú sem mun hér eftir nefnast Rithöfundurinn. Hann er staddur í Flórens því hann þurfti frí frá eigin landi til að fá innblástur annars staðar frá. Hann vill drekka í sig eitthvað nýtt og safna reynslu og efni fyrir list sína. Af tilviljun rekst hann inn í gallerí í þröngu stræti þar sem til sýnis eru ljósmyndir af ættbálki frumbyggja í Perú sem kallast Machiguenga. Ein ljósmyndanna fangar athygli hans fram yfir hinar: Samkoma manna og kvenna, sitjandi í hring á amasónískan hátt […] Þau voru fullkomlega kyrr. Öll andlitin sneru, eins og radíus hrings, í átt að miðjumark­ inu; skuggamynd manns var í hjarta þessa hrings Machiguenga­fólksins sem dróst að honum líkt og að segli, þar sem hann stóð talandi og patandi […] Það var ekki um að villast. Sögumaður. 2 Rithöfundurinn er þess fullviss um að sögumaðurinn á ljósmyndinni sé sinn gamli skólafélagi og vinur, Saúl Zuratas, einnig þekktur sem Mascarita („Grímufés“) af þeim sökum að dökk valbrá þakti stóran hluta andlitsins. Rithöfundurinn byrjar á því að rifja upp vináttu þeirra þegar þeir voru háskólastúdentar og hvernig áhugi Mascarita á Machiguenga­fólkinu færðist í aukana; hann hætti laganámi og hóf nám í þjóðháttafræði til að öðlast tækifæri til að komast djúpt inn í Amasón­ frumskóginn. Mascarita átti sér ekki samastað í nútímasamfélagi. Hann var aðkomumaður í Perú, trúleysingi af gyðingaættum. Hann leit hvorki á sig sem gyðing né Perúmann en hafði aftur á móti mikinn skilning á fjölmenningu. Einnig hafði hann óbeit á því hvernig vestrænt samfélag og menning arðrændi alla kima heimsins. Á sama tíma tók hann öllum opnum örmum, hann sá enga illsku, og það var þessi einbeitta heimssýn sem varð helst til þess hann fjarlægði sig frá þjóðfélaginu. Hann fann samsömun með því frumstæða. Jafnvel þótt fólk starði sífellt á Mascarita, gerði ýmist athugasemdir við eða henti gaman að afmyndun hans, svaraði hann því ávallt með kímni og visku. Skynjun Mascarita á umhverfi sínu var ljós frá byrjun. Til dæmis tileinkaði hann sér strax allt það slangur sem hann heyrði í kringum sig, ekki á klisjukenndan hátt, heldur steypti hann orðunum saman við frásagnir sínar: „Slangur og vinsælir frasar birtust í hverri setningu sem hann mælti, sem leiddi af sér að svo virtist sem hann grínaðist jafnvel með sín persónulegustu samtöl“ (MLV: 9). Þetta eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.