Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 110
Á d r e p u r 110 TMM 2011 · 2 orðum hvað það er sem ég ætla mér að taka til skoðunar en þau orð virðast fara algerlega fram hjá Hjörleifi: „Í þessari grein langar mig til þess að ræða íslenska byggingararfleifð og hvernig hún er orðin að umdeildu verkefni á tímum þar sem yfirvöld sækjast eftir því að koma torfhúsum á heimsminjaskrá UNESCO. Á sama tíma og þetta á sér stað hefur einkaframtak á borð við Íslenska bæinn brugðist við nýrri menn­ ingarstefnu stjórnvalda og fjárfest í menningararfleifð. Ég mun sérstaklega ræða hvernig innleiðing menningar­ stefnu nýfrjálshyggju hefur grafið undan kennivaldi Þjóðminjasafns Íslands sem ábyrgðaraðila húsasafns safnsins og byggingararfleifðar“ (bls 267). Í framhaldi af þessum orðum geri ég heimsminjaskrárverkefnið að umtals­ efni en sú vinna íslenskra yfirvalda hleypir af stað hnattrænum áherslum og hugsun um íslenskan menningararf innan vébanda þess staðbundna.1 Um sambærilega vinnu annars staðar í heiminum hefur verið fjallað í löngu máli og tekur umfjöllun mín mið af því.2 Hjörleifur nefnir þessa mikilvægu forsendu fyrir um fjöll uninni ekki einu orði í grein sinni. Hjörleifur staðhæfir hins vegar blákalt: „Ef draga á saman efni greinar Sigurjóns í mjög stutt mál þá heldur hann því fram að Þjóðminja­ safn Íslands valdi spjöllum á torfhúsa­ minjum þjóðarinnar með röngum vinnubrögðum og skilningsleysi á eðli torfs sem byggingarefnis og vanmati á fagurfræðilegu gildi þess“ (bls. 72). Þetta er einfaldlega rangt, ég held þessu hvergi fram. Annað í grein Hjörleifs er með sama sniði og langar mig til að nefna nokkur dæmi til viðbótar. „Hryðjuverk“!!! Í grein minni segi ég: „Ein ástæðan fyrir því að torfhúsum var hafnað af þjóðern­ isverkefninu (nationalization project) var vegna þeirrar sannfæringar að torf­ húsin skorti fagurfræðilega eiginleika“ (bls. 267). Hjörleifur les þessa setningu þannig að ég sé þeirrar skoðunar að „torfhúsinu hafi verið hafnað af íslensku þjóðinni af fagurfræðilegum ástæðum“ (bls. 69). Það ætti að vera hverjum manni ljóst að hér er Hjörleifur að snúa út úr orðum mínum og gera mér upp skoðanir sem ég kannast ekki við. Hjör­ leifur horfir algerlega fram hjá útskýr­ ingum mínum á þessu lykilatriði í greiningu minni, þegar ég skrifa: „Nei­ kvæðnin gagnvart torfhúsum varð að áhrifamikilli orðræðu um nútíma Ísland á 19. og 20. öld. Útrýming torfhúsa varð að siðferðilegu markmiði nútíma­ umræðunnar með það að markmiði að bæta hreinlæti og almennt ástand almennings. Torfhúsin voru sögð vandamál og varð útrýming og stað­ gengill þeirra að þjóðernislegri upp­ byggingu sem ríkið leiddi. Með þessum hætti varð torfhúsið að tákni fyrir „gamla tímann“ og ósamrýmanlegt nútíma samfélagi“ (bls. 267). Útrýming torfbæja fór fram undir þessum þjóð­ legu formerkjum þeirra sem töldu þjóð­ inni betur borgið í annars konar húsa­ kynnum. Oft er vitnað til skoðana Guð­ mundar Hannessonar læknis en hann hefur fengið þau vafasömu eftirmæli að hafa „barist fyrir útrýmingu torfbæj­ anna“.4 En í upphafi feril síns þótti Guð­ mundi ekki mikið til torfhúsa koma og hélt því til að mynda fram í Bjarka 1899 að þau væru „skrælingjum einum sam­ boðin“. Umræðan um torfbæina um og eftir 1900 snerist einnig að miklu leyti um eiginleika efnisins sem í þeim var (torf, grjót, timbur) fyrir heilsufar og menningarástandið í landinu. Um 1920 fer torfbæjum ört fækkandi og áhersla er lögð á að byggja hús úr annars konar efnum. Og þeir bæir sem eftir standa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.