Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 5
TMM 2015 · 1 5 Kristín Ómarsdóttir Ætli við náum nokkurn tímann að snerta veruleikann? Viðtal við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur rithöfund Ég las fyrstu bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Af manna völdum, vegna þess að kona sem ég þekkti og las flest sem að kjafti kom hreifst af bókinni, fann þar samhljóm og nýjan tón, efnivið sem rithöfundar höfðu lítið snert á og ekki frá þessu sjónarhorni: stelpu sem elst upp í hernuminni Reykjavík í seinna stríðinu, sjónarhornið kom sann- arlega á óvart. Þá las ég bókina með augum konu sem eitt sinn var telpa í miðbænum og bærinn fullur af hermönnum. Um daginn las ég bókina aftur, hafði týnt lánsaug- unum og bókin gaf mér ný: efnið er jafnungt andartakinu, aðstæður nú ef til vill líkari söguheimi bókarinnar en íslensku leiktjöldunum sem útgáfuár hennar, 1982, hengdi upp. Verk Álfrúnar fetuðu sig svo áfram, út í hinn stóra heim, eins og veröldin fyrir utan landsteinana heitir á eyjamálinu. Hún hefur skrifað um spænsku borgarastyrjöldina og afleiðingar hennar, um Spán á einræðistímum Francos og eftir einræðið, um hernáms- árin á Íslandi, um líf fólks á seinni helmingi síðustu aldar, á þessari öld, þeirri átjándu, um fátækt, stéttskiptingu, ofbeldi, baráttur, byrjunina og endalokin, samlíf, einsemd, margskonar örlög og æviskeið og um (blessað) hrunið árið 2008. *** Kristín: Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar. Álfrún, viltu segja mér hvar þú ert fædd, hvað hét mamma þín, hvað hét pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau og hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp? Álfrún: Ég er fædd í Reykjavík, 18. mars 1938, móðir mín hét Oddný Pétursdóttir og faðir minn Gunnlaugur Ólafsson. Ég á tvo yngri bræður, annar heitir Ólafur og hinn Gylfi. Ég ólst upp á Leifsgötu til átta ára aldurs, þá flutti fjölskyldan á Laugaveginn, í Mjólkursamsöluna sem þá var og nú er Þjóðskjalasafnið. Kristín: Viltu segja mér frá Laugaveginum þegar þú varst lítil? Álfrún: Það var verslunargata sem í mínum huga var glæsileg og ekkert lík því sem gatan er núna, þarna stóð verslun við verslun, flestar með fal- legum útstillingum sem löðuðu að barnsaugað – og ég tala ekki um þegar maður varð unglingur og pjattaður, þá var enn þá meira dólað fyrir framan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.