Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 5
TMM 2015 · 1 5
Kristín Ómarsdóttir
Ætli við náum nokkurn tímann
að snerta veruleikann?
Viðtal við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur rithöfund
Ég las fyrstu bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Af manna völdum, vegna þess að kona
sem ég þekkti og las flest sem að kjafti kom hreifst af bókinni, fann þar samhljóm og
nýjan tón, efnivið sem rithöfundar höfðu lítið snert á og ekki frá þessu sjónarhorni:
stelpu sem elst upp í hernuminni Reykjavík í seinna stríðinu, sjónarhornið kom sann-
arlega á óvart. Þá las ég bókina með augum konu sem eitt sinn var telpa í miðbænum
og bærinn fullur af hermönnum. Um daginn las ég bókina aftur, hafði týnt lánsaug-
unum og bókin gaf mér ný: efnið er jafnungt andartakinu, aðstæður nú ef til vill líkari
söguheimi bókarinnar en íslensku leiktjöldunum sem útgáfuár hennar, 1982, hengdi
upp.
Verk Álfrúnar fetuðu sig svo áfram, út í hinn stóra heim, eins og veröldin fyrir utan
landsteinana heitir á eyjamálinu. Hún hefur skrifað um spænsku borgarastyrjöldina og
afleiðingar hennar, um Spán á einræðistímum Francos og eftir einræðið, um hernáms-
árin á Íslandi, um líf fólks á seinni helmingi síðustu aldar, á þessari öld, þeirri átjándu,
um fátækt, stéttskiptingu, ofbeldi, baráttur, byrjunina og endalokin, samlíf, einsemd,
margskonar örlög og æviskeið og um (blessað) hrunið árið 2008.
***
Kristín: Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir að koma í viðtal við mig
fyrir Tímarit Máls og menningar. Álfrún, viltu segja mér hvar þú ert fædd,
hvað hét mamma þín, hvað hét pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau og
hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp?
Álfrún: Ég er fædd í Reykjavík, 18. mars 1938, móðir mín hét Oddný
Pétursdóttir og faðir minn Gunnlaugur Ólafsson. Ég á tvo yngri bræður,
annar heitir Ólafur og hinn Gylfi. Ég ólst upp á Leifsgötu til átta ára aldurs,
þá flutti fjölskyldan á Laugaveginn, í Mjólkursamsöluna sem þá var og nú er
Þjóðskjalasafnið.
Kristín: Viltu segja mér frá Laugaveginum þegar þú varst lítil?
Álfrún: Það var verslunargata sem í mínum huga var glæsileg og ekkert
lík því sem gatan er núna, þarna stóð verslun við verslun, flestar með fal-
legum útstillingum sem löðuðu að barnsaugað – og ég tala ekki um þegar
maður varð unglingur og pjattaður, þá var enn þá meira dólað fyrir framan