Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 6
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
6 TMM 2015 · 1
búðarglugga; það var gott að ganga
niður Laugaveginn. Þar sem ég
átti heima var frekar lítið um leik-
svæði, þar voru þó enn sveitabýli
inn eftir Suðurlandsbrautinni. Ég
bjó sem sagt í útjaðri bæjarins.
Kristín: Viltu lýsa fyrir mér
Reykjavík eins og hún birtist þér
þegar þú ólst upp?
Álfrún: Ég ólst upp á stríðsár-
unum og sú Reykjavík var dálítið
öðruvísi en þegar stríðinu lauk,
bærinn fullur af hermönnum sem
fólki stóð ógn af og umgekkst
frekar lítið, þetta voru fjarlægir
menn sem voru oft að gauka ýmsu
að okkur krökkunum. Forsætis-
ráðherrann hafði fyrirskipað að
við ættum að vera kurteis við hermennina en ekki vingast við þá, það höfðu
með öðrum orðum verið settar ákveðnar siðareglur um umgengni við þá
vegna hernámsins. Í endurminningu barnsins setur þetta svip á Reykjavík.
Það fór fram mikil umræða um stríðið, fólk talaði mikið um það – stríðið
var alltumlykjandi. Þegar því var að ljúka langaði mig til að vita hvað myndi
gerast – mamma mín skildi ekki spurninguna – en ég hélt að eitthvað
stórkostlegt myndi gerast, ég þekkti ekki staðinn öðruvísi en undir hernámi
og það var fátt um svör og ég ægilega pirruð á fullorðna fólkinu sem gat ekki
svarað spurningum mínum.
Síðar sá ég Reykjavík með öðrum augum og þá sem heldur þröngsýnt
pláss, það var einhvers konar púrítanismi í gangi milli áranna 1950 og ‘60
sem ól á smábæjarbrag. Fólk var spéhrætt og hugsaði mikið um hvað yrði
sagt um það og þetta og hitt, maður fann fyrir þessu þó maður væri bara
unglingur. Svo eitthvað hefur verið þröngt um mig. Þetta breyttist held ég
upp úr 1960.
En sumt við andrúmsloftið var jákvætt: eldri kynslóðin, foreldrar foreldra
minna, hélt í gildi sem hurfu eiginlega eða fóru þverrandi, af einhverjum
ástæðum fannst mér það víðsýnna – kannski af því að það var orðið fullorðið
fólk og þroskaðra og ekkert að spekúlera í því hvað næsti maður aðhafðist.
Mér fannst eins og sú kynslóð hefði víðari skilning á hlutunum. Þetta fólk
vóg svolítið upp á móti innilokunarkenndinni.
Kristín: Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og bækurnar þínar?
Álfrún: Nei, það held ég ekki. Þau lásu töluvert og héldu bókum að okkur,