Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 6
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 6 TMM 2015 · 1 búðarglugga; það var gott að ganga niður Laugaveginn. Þar sem ég átti heima var frekar lítið um leik- svæði, þar voru þó enn sveitabýli inn eftir Suðurlandsbrautinni. Ég bjó sem sagt í útjaðri bæjarins. Kristín: Viltu lýsa fyrir mér Reykjavík eins og hún birtist þér þegar þú ólst upp? Álfrún: Ég ólst upp á stríðsár- unum og sú Reykjavík var dálítið öðruvísi en þegar stríðinu lauk, bærinn fullur af hermönnum sem fólki stóð ógn af og umgekkst frekar lítið, þetta voru fjarlægir menn sem voru oft að gauka ýmsu að okkur krökkunum. Forsætis- ráðherrann hafði fyrirskipað að við ættum að vera kurteis við hermennina en ekki vingast við þá, það höfðu með öðrum orðum verið settar ákveðnar siðareglur um umgengni við þá vegna hernámsins. Í endurminningu barnsins setur þetta svip á Reykjavík. Það fór fram mikil umræða um stríðið, fólk talaði mikið um það – stríðið var alltumlykjandi. Þegar því var að ljúka langaði mig til að vita hvað myndi gerast – mamma mín skildi ekki spurninguna – en ég hélt að eitthvað stórkostlegt myndi gerast, ég þekkti ekki staðinn öðruvísi en undir hernámi og það var fátt um svör og ég ægilega pirruð á fullorðna fólkinu sem gat ekki svarað spurningum mínum. Síðar sá ég Reykjavík með öðrum augum og þá sem heldur þröngsýnt pláss, það var einhvers konar púrítanismi í gangi milli áranna 1950 og ‘60 sem ól á smábæjarbrag. Fólk var spéhrætt og hugsaði mikið um hvað yrði sagt um það og þetta og hitt, maður fann fyrir þessu þó maður væri bara unglingur. Svo eitthvað hefur verið þröngt um mig. Þetta breyttist held ég upp úr 1960. En sumt við andrúmsloftið var jákvætt: eldri kynslóðin, foreldrar foreldra minna, hélt í gildi sem hurfu eiginlega eða fóru þverrandi, af einhverjum ástæðum fannst mér það víðsýnna – kannski af því að það var orðið fullorðið fólk og þroskaðra og ekkert að spekúlera í því hvað næsti maður aðhafðist. Mér fannst eins og sú kynslóð hefði víðari skilning á hlutunum. Þetta fólk vóg svolítið upp á móti innilokunarkenndinni. Kristín: Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og bækurnar þínar? Álfrún: Nei, það held ég ekki. Þau lásu töluvert og héldu bókum að okkur,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.