Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 10
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 10 TMM 2015 · 1 Kristín: Tilheyrðir þú andófshópi? Álfrún: Það er víst ekki hægt að segja: ég tilheyrði andófshópi, þeir voru alltof lausir í reipunum til þess. Enginn gekk undir réttu nafni og eðli sam- skiptanna byggðist á því að hlífa mönnum við að vita of mikið ef til hand- töku kæmi, og þeir þekktust auk þess ekki vel. Ég gekk einu sinni með manni niður eftir götu hönd í hönd, við dóluðum fyrir framan búðarglugga og lékum par. Ég hafði aldrei fyrr séð þennan mann, þekkti ekki hans rétta nafn. Öðru hvoru leit hann yfir öxlina á sér til að athuga hvort honum væri veitt eftirför. Hann átti nefnilega von á því og þess vegna lékum við kærustupar. Við vorum á leiðinni heim til manns sem lá á að vita hvort hefði verið tekinn fastur eða ekki. Á þessum tíma var skipulagt andóf hafið bæði í ræðu og riti og það varð hvað mest í Barcelona, hún var frjálslyndasta borgin á Spáni. Í Madrid var andrúmsloftið mun meira þrúgandi því þar sat ríkis- stjórnin og öll stjórnsýslan, kerfið sem hélt öllu niðri. Eða þannig kom það mér fyrir sjónir. Einhvern tímann geymdi ég heima hjá mér bæklinga sem voru bannaðir, þeir voru innsiglaðir og ég vissi aldrei hvað þeir innihéldu því að ég vildi ekki vita það, það var öruggara. Þegar uppljóstrarar voru á ferð- inni þá hrundi allt kerfið, allt netið. En ég get ekki sagt að ég hafi beinlínis verið í hópi, tók þátt í andófi en stóð utan við aðalstrúktúrinn. Kristín: Þú hefur þá þekkt fólk sem var handtekið og pyntað? Álfrún: Já, einn og einn. Ég man þegar ungur læknir var tekinn, Jordi Pujol, árið 1960, sem seinna varð forseti katalónska þingsins, ég þekkti hann ekkert en það voru boð látin út ganga um að við ættum að setjast niður og hugsa um hann og til hans – það þótti mikilvægt að þeir sem væru hand- teknir vissu að það væri hugsað til þeirra. Hann var tekinn fastur og pynt- aður. Hugmyndin var að sá sem sæti einn í fangaklefa vissi að aðrir hugsuðu til hans. Mér þótti það fallegt, ef svo má að orði komast, og trúði að þetta hjálpaði. Stundum hef ég reynt að nota aðferðina og hugsað til pólitískra fanga úti í heimi. En svo kemur maður alltaf að einhverjum dyrum og hefur ekki hugrekki til að ganga þangað inn. Kristín: Hvar bjóstu í Barcelona, í hvaða hverfi? Álfrún: Ég bjó í Gràcia hverfinu, í sama hverfi og Demantstorgið eftir Mercè Rodoreda gerist. Það var þá eins og smáþorp og hélt enn þá sína þorpshátíð sem stóð í tíu daga, á Demantstorginu og á Sólartorginu. *** Kristín: Geturðu borið samfélag okkar saman við spænskt samfélag? Álfrún: Þegar maður hefur búið í einræðisríki þar sem ansi margt er bannað þá ber maður landið ósjálfrátt saman við önnur lönd og sér fljótlega að lýðræði er fyrst og fremst hugmynd, viðmiðun, og ríkir ekki alveg í praxís í löndunum sem kenna sig við það; það er alltaf eitthvað sem upp á vantar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.