Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 11
Æ t l i v i ð n á u m n o k k u r n t í m a n n a ð s n e r t a v e r u l e i k a n n ? TMM 2015 · 1 11 Lýðræði er því viðmiðun. Þó að þetta sé ófullkomið fyrirkomulag sé ég ekki betra fyrirkomulag fyrir samfélög. Það er margt í okkar þjóðfélagi sem ekki flokkast beinlínis undir einræði en ber þó sterkan keim af geðþóttaákvörðunum. Einræði einkennist af klíkuskap og hann finnum við hér og hefur viðgengist í gegnum tíðina oftast með neikvæðum afleiðingum – maður verður að þekkja mann – þessar leik- reglur giltu líka á Spáni. Hér hefur alltaf fylgt ríkisstjórnum ákveðinn valdhroki, líkt og þær ráði öllu og þingið hafi minna að segja – þingið ætti að hafa meira að segja en ríkistjórnin sem fer með framkvæmdavaldið og á að framkvæma það sem löggjafinn ákveður; mér finnst þessu stundum snúið við. Þegar fólk hefur yfir sér nokkuð stabíl stjórnvöld þá getur það orðið trú- gjarnt vegna þess að það verður vant því að aðrir hugsi fyrir það og trúir að allt sé satt og rétt sem komi fram – að menn myndu ekki segja vissa hluti nema af því að fótur er fyrir þeim. Og trúgirnin hefur komið okkur í koll – ekki satt? Við búum líka við óbeina ritskoðun eins og oft hefur verið rætt. Menn þora ekki að segja þetta og hitt því það gæti komið niður á þeim eða komið sér illa fyrir þá og það minnir óneitanlega á andrúmsloft einræðis. Og ég veit ekki hvað verður um blaðamennsku á Íslandi ef blaðamenn fá aldrei að reyna á sig. Ég velti því oft fyrir mér hvað verði um blaðamann sem aldrei fær ögrandi og erfið verkefni. Hvað endist manneskja lengi í starfi sem aðeins leyfir einhvers konar léttan samkór með æstum hneykslisræðum inni á milli? En það er auðveldara að búa í einræði því þá veistu hvað má og hvað má ekki, hér á landi verða mörkin óljósari. Þetta er hluti af því að fólk sest ekki niður til að rökræða, það talar ekki um hlutina nema í æsifréttastíl eða þrasar. Við erum meistarar í þrasinu. Það verður oft til samstaða meðal fólks sem býr við einræði en það gerist hins vegar ekki í núverandi lýðræði okkar. *** Kristín: Af hvernig hljóðum hrífstu? Álfrún: Ég hrífst lítið af hljóðum af því að ég heyri svo illa. Ég vildi geta heyrt fuglasöng, þytinn í trjám, ríslið í sandi í fjöruborðinu. Kristín: Og hvaða hljóð þolirðu ekki? Álfrún: Skerandi kvenraddir. Kristín: Hvaða annað starf myndirðu kjósa að starfa við? Álfrún: Ég var kennari og kunni bara ágætlega við að kenna. Þegar maður á allt að baki þá getur maður ekki hugsað sér neitt annað: maður er búinn með þann kafla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.