Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 17
Æ t l i v i ð n á u m n o k k u r n t í m a n n a ð s n e r t a v e r u l e i k a n n ? TMM 2015 · 1 17 Kristín: Hringsól, þriðja bókin þín. Álfrún: Þar gekk ég kannski út frá börnum sem var komið í fóstur og urðu eiginlega að skipta um sjálf og verða önnur en þau voru. Ég þekkti tvær konur sem hafði verið komið í fóstur og lentu hjá ágætu fólki en urðu aldrei öruggar um hverjar þær væru. Svo er komið inn á þjóðfélagsátök og þessar takmarkanir lífsins: hversu miklu ræður maður sjálfur um ævi sína og hve- nær lætur maður undan umhverfisaðstæðum og hvenær ekki. Kristín: Næsta skáldsaga: Hvatt að rúnum. Álfrún: Já, ofbeldi af ýmsum toga liggur til grundvallar Hvatt að rúnum, bæði í nánum samskiptum og annars staðar. Og hvernig höfundur sögunnar notar persónurnar og hvernig hann ræður takmarkað yfir þeim og hvernig persónurnar reyna að sneiða hjá honum og fara inn á braut sem ekki er hægt að koma þeim af. Það er þessi togstreita sem alltaf er á milli manna og getur leitt til ofbeldis, andlegs eða líkamlegs, og togstreituna má einnig finna í sköpuninni sjálfri. Kristín: Stórvirkið Yfir Ebrofljótið fjallar um Íslending sem berst í spænsku borgarastyrjöldinni – viltu segja pínulítið frá henni? Álfrún: Já, hvað get ég sagt þér um bókina Yfir Ebrofljótið? Á meðan ég dvaldi á Spáni var bannað að tala um borgarastríðið opinberlega – það var eins og stríðið hefði aldrei verið til, og það litla sem sagt var og skrifað um það var í áróðursstíl, talað um: krossferð Francos, og annað í þeim dúr. Það mátti ekki minnast á stríðið í kennslu og fræðibókum. Þegar eitthvað er bannað hleypur forvitnin af stað. Ég fékk áhuga á efninu. Þegar ég bjó þarna lifði ég afleiðingar borgarastríðsins svo að stríðið var mér ekki aðeins hugstætt sem efniviður, heldur tók ég það inn á mig, eins og fólkið á Spáni gerði. Ég ákvað að skrifa um þetta, koma reiðu á óreiðu, og las mikið, það er mikið af efni sem liggur á bakvið ritsmíðina og mig langaði einhvern veginn að taka á og finna fyrir því. Þó er tónninn í því ekki hetjuskapurinn, heldur þvert á móti: hryllingurinn og tilgangsleysið. Það var verið að berjast um einhverja pínulitla bæi dögum og vikum saman og fórna mannslífum í hundraða tali á meðan. Þegar ekki má tala um hlut, eins og um stríð, verða til svart-hvítar myndir af því: áróðurinn eins og ég talaði um áðan og svo góðu hetjurnar; maður fann að báðar sögumyndirnar voru ýkjur. Kristín: Á hrunárinu mikla kom út skáldsagan Rán og fjallar um dömu sem eins og karlinn í Ebrofljótinu fer á vit fortíðarinnar en ekki bara í huganum heldur leggur hún líka leið sína til Barcelona. Álfrún: Í Rán kem ég aftur að afleiðingum borgarastríðsins og vildi hafa nýja tímann með, þegar komin er velmegun og allt hefur farið á betri veg en á horfðist. Afleiðingar stríðsins og svo nýi tíminn: það eru þessi þrjú lög í bókinni, og þau eru framhald hvert af öðru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.