Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 27
M á n a s t e i n n , M u n c h o g e x p r e s S J Ó N i s m i n n TMM 2015 · 1 27 myndinni, Irma Vep og leikkonan sem leikur hana, Musidora, vampírum. Og Sóla Guðb-, einasta fegurðin í skáldsögunni, líkist þeim: Hún birtist á klettabrúninni líkt og gyðja risin úr dýpstu hafdjúpum, ber við logandi himin litaðan af jarðeldunum í Kötlu, stúlka engum öðrum lík, klædd svörtum leðursamfestingi sem dregur fram allt sem honum er ætlað að hylja, með svarta hanska á höndum, kúptan hjálm á höfði, hlífðargleraugu og svartan trefil fyrir vitum. (bls. 12) Bara út frá þessari kynningu á Sólu Guðb- er augljóst að Máni Steinn lítur á hana sem fullkomna. Hann heillast af henni, og á sama tíma er hún honum fjarlæg og ósnertanleg, eins og gyðja. En hún er líka óhugnanleg: „Var- irnar eru rauðar sem blóð. Augun kringd svörtum farða sem lætur púðrað hörundið virðast hvítara en hvítt“ (bls 12). Drengurinn lýsir henni hér eins og vampíru sem er komin úr einhverri þögulli mynd frá byrjun tuttugustu aldarinnar. Máni Steinn er fullviss um að tvífari Sólu Guðb- sé Musidora, sem leikur aðalvampíruna í Blóðsugunum, en það er jafnframt uppáhalds- myndin hans: Líkt og örskotsstund hefði honum gefist röntgensjón og hann sá hana eins og hún raunverulega er. […] Uppgötvunina gerði hann á fyrri laugardagssýningu á Blóðsugunum í Gamla Bíói. […] Augnablikið sem skuggi hennar féll á sýningartjaldið runnu þær saman, hún og persónan í kvikmyndinni. Hún leit við og geislinn varpaði andliti Musidoru á andlit hennar. Drengurinn fraus í sæti sínu. Þær voru nákvæmlega eins. (bls. 13) Sóla Guðb- er „engum öðrum lík“ og hér má hugsa aðeins um val á þeim orðum sem Sjón notar til að lýsa henni. Það væri ekki ólíkt honum að fela leiðsögn í orðunum, eins og dulmálslykil í skilaboðum í þögulli glæpamynd. Orðið lík verður litað rautt ef við skoðum þessa setningu með augum leyni- lögreglumanns sem reynir að lesa úr leyniletri. Sóla Guðb- er að vísu öðrum lík, af því að hún er eins og Irma Vep, þ.e.a.s. VampIre ef við röðum bók- stöfum saman aðeins öðruvísi. En hún er um leið engum öðrum lík af því að hún er eins og lík sem bendir á vampírunáttúru hennar á skemmtilegan og dularfullan hátt. Það er afar misjafnt hvernig Máni Steinn horfir á hana. Hún er ýmist „madonna“ eða „blóðsuga“ eins og konan er oft í augum Munchs. Í hinu fræga málverki „Madonna“ sýnir Munch nakta og ástríðufulla konu. Hún er dreymin á svip og nýtur sín án blygðunar. Hárið á henni er slegið og augun lokuð. Hún er kynvera og femme fatale. En það er líka geislabaugur yfir höfði hennar og ljós breiðist út í kringum hana. Hún er dýrlingur og gyðja, „risin úr dýpstu hafdjúpum, ber við logandi himin litaðan af jarðeldunum“ (bls. 12), svo vitnað sé til orða Sjóns. Hún er madonna. Í málverki Munchs „Blóðsuga“ rís kvenvera yfir manni og hann er saman-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.