Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 40
G í s l i S i g u r ð s s o n 40 TMM 2015 · 1 leysa deilur um landamerki, landsnytjar, ástir, völd og mannvíg á meðan trúarbrögðin þokast frá heiðni til kristni. Sögurnar eru ýmist felldar í sagnfræðilegt mót, líkt og í Íslendingabók Ara fróða sem var rituð á þriðja áratug tólftu aldar og Landnámu, eða í þær listilega samsettu frásagnir sem við köllum Íslendingasögur. Sögusvið Íslendingasagna er héraðsbundið en atburðir, ættir og persónur tengjast með margvíslegum hætti og sameinast oft á Alþingi við Öxará. Sá heilsteypti sagnaheimur sem þessar bækur draga upp af nýju samfélagi fólks í áður óbyggðu landi á engan sinn líka í heimsbókmenntunum. En líkt og með aðrar frásagnarbókmenntir ríkir óvissa um það hvort þær séu heimild um raunverulegt fólk og atburði. Almennur ytri veruleiki sagnanna, tímasetningar, hugmyndir um uppruna og trúarbrögð auk minninga um gróðurfar og einstaka eldgos falla þó vel að því sem ráða má af öðrum heimildum og gefur það tilefni til að fullyrða að einhver samfella hafi verið í munnlegri geymd frá landnámi til ritunartímans þótt slík samfella þurfi ekki að auka trúverðugleika sagnanna. Landnáma er til í tveimur heilum gerðum frá því skömmu fyrir og eftir 1300, gerð Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og lögmanns sem dó 1284 og gerð Hauks Erlendssonar lögmanns sem dó 1334, auk misvel varðveittra gerða sem gefa að hluta til hugmynd um hvernig sumt í ögn eldri og glataðri gerð frá fyrri hluta þrettándu aldar gæti hafa verið, Styrmisbók sem kennd er við Styrmi fróða, lögmann og vin Snorra Sturlusonar. Ekki er hægt að draga áreiðanlegar ályktanir af þeim brotum um heildarmynd á neinni eldri og glataðri landnámugerð – eða gerðum. Áreiðanlegar heimildir um samtímann Eins og allar heimildir, ritaðar og munnlegar, er Landnáma heimild um það sem heimildamaðurinn vill koma á framfæri um efnið, Sturla í Sturlubók og Haukur í Hauksbók. Í þessu tilfelli er efnið landnám Íslands þegar Adríanus var páfi í Róma og Jóhannes eftir hann, Haraldur hárfagri konungur yfir Noregi, Kjarvalur að Dyflinni og Sigurður jarl í Orkneyjum, hver komu hvaðan, hvar þau námu land og hverra manna þau voru, auk ýmislegra frásagna af atburðum sem þeim tengjast. Landnámur þeirra Sturlu og Hauks eru mjög áreiðanlegar heimildir um hugmyndir og ætlun Sturlu og Hauks –  að því gefnu að sautjándu aldar pappírshandrit Sturlubókar Landnámu sé sannarlega eftir skinnbók sem stóð verki Sturlu nærri. Landnámurnar eru áreiðanlegar heimildir um að þeir Sturla og Haukur hafi gert sér ákveðnar hugmyndir um það hvernig og hvenær Ísland fannst í öndverðu, hver hafi komið hingað fyrst og hver hafi síðan sest hérna að, numið landið og skipt því á milli sín. Og ekki síst eru Landnámur þeirra áreiðanlegar heimildir um það hvernig þeir töldu að hægt væri að tengja ættir ýmissa seinni tíma manna við frumbyggja landsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.