Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 49
U m b ó k m e n n t a k e n n i n g a r o g l j ó ð a l e s t u r TMM 2015 · 1 49 Ég er að fara í próf. Getur einhver hjálpað mér? Ég á að finna tóninn í Antigónu. Hjálp! Ég þarf að finna íróníu í Ödipúsi konungi. Það er víst fullt af henni þar en ég á að skoða annað atriðið. Ætli hún sé þar líka? Þetta er vissulega grátlegur árangur af bókmenntakennslu. En það er mesti misskilningur að nýrýni ein leiði til svo laklegrar niðurstöðu. 4 Let us leave theories there and return to here’s here.7 Kenning um kenningar Segja má að nokkur straumhvörf hafi orðið í bókmenntafræði í Evrópu og Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þá urðu afdrifaríkar og umdeildar breytingar sem oft hafa gengið undir nafninu theoretical turn eða kenninga hvörf. Þetta gerðist á seinni hluta sjöunda áratugarins í Frakklandi en á áttunda áratugnum í Bretlandi og Bandaríkjun- um og er að mestu ráðandi þar fram undir 1990 eða svo. Skömmu fyrir 1970 hefst semsagt mikið kenninga kapp hlaup og stendur í eina tvo áratugi. Þetta er að sjálfsögðu afar merkilegt menn ingar sögulega og spurningin er: Hverjar eru orsakir þessa? Helstu orsakir má vafalítið kalla að séu tvennskonar: 1) Nýjar rannsóknir og niður stöður um eðli tungumála í byrjun 20. aldar: Ferdinand de Saussure í Sviss, formal istarnir í Moskvu og strúktúralistaskólinn í Prag (Roman Jakobson og fleiri). Þessi nýju viðhorf voru gjarna nefnd linguistic turn eða málhvörf. 2) Ýmsar sögulegar orsakir – félagslegar, pólitískar, hugmynda- fræðilegar – þótt það væri ekki endilega nefnt opinskátt; á því voru þó undan tekn ingar. Engum vafa er sumsé undirorpið að kenningahvörfin á seinasta þriðjungi aldar innar áttu sér skýr ingar í sögu legri þróun eins og önnur menningarleg fyrir bæri. Og orsakirnar voru ekki hvað síst pólitískar, framan af að minnsta kosti: óþol og óánægja ungra róttækra fræði manna vegna pólitískrar fram- vindu mála í heiminum. Þar má nefna þróun sósíalísku ríkj anna, en um þetta leyti (miðjan sjöunda áratuginn) er róttæku fólki í Frakk landi að verða það endan lega ljóst að þaðan er engra framtíðar lausna að vænta. Í annan stað er svo heims valda stefna Breta, Frakka og einkum þó Bandaríkja manna, en Víetnam stríðið olli straum hvörfum í banda rísku þjóð félagi á sjö unda áratugn um. Margir róttækir menntamenn flugu til Hanoi til að kynna sér af eigin raun afleiðingar loftárása landa sinna. Þeirra á meðal má nefna fræga rithöfunda eins og þær Susan Sontag og Mary McCarthy. Skáldsögur eins og Sláturhús fimm eftir Vonnegut opnuðu augu margra. Æskufólk rís upp, fram koma kröfur um róttæka endurskoðun á stöðu kvenna og kvenna- bókmennta – önnur bylgja femínismans sem svo hefur verið kölluð – og um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.