Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 51
U m b ó k m e n n t a k e n n i n g a r o g l j ó ð a l e s t u r TMM 2015 · 1 51 bók mennta varð útundan eins og heimspekingurinn Martha Nussbaum og fleiri hafa bent á.12 Þá er að sjálf sögðu ekki átt við einhver þröng siðaboð – af þeim lærir enginn neitt – heldur þroskandi og hugvíkkandi áhrif bóka, nýja innsýn sem lestur góðra bókmennta veitir í mannlega reynslu og fjölbreyti- leik mannlífs ins. Að ekki sé nú talað um ánægjuna af frjóu máli og stíl, af óþrjótandi mögu leikum tung unnar. Eða hvernig ætli standi á því að við hrífumst aftur og aftur af ljóð um, leik ritum, skáldsögum? Það er vissulega vel þess virði að hugleiða teoríutímabilið – orsakir þess, kosti og ágalla, ávöxt þess og orkusóun sem því fylgdi, nú þegar litið er til baka og endurmat er löngu hafið á viðhorfum til bókmenntafræða. Eftir aldamótin síðustu hefur Terry Eagleton, svo nafn hans sé aftur nefnt, að mestu skrifað um annað en kenningar: um bókmenntafræði almennt og einstakar greinar bókmennta; um gagnrýni; um Marx og marxisma; auk andófsrita gegn guð leys ingjum, eink um þeim Richard Dawkins og Chri- stopher Hitchens sem hann slær saman og kallar Ditchkins!13 6 Að lokum þetta: Ekki er að efa að bókmenntakenningar geta verið gagn- legar ef maður tekur þær ekki alltof hátíð lega. Þær rugla mann í ríminu, koma manni til að hugsa málin upp á nýtt og endurskoða ‚sannleikann‘ sem maður hélt vera. Þær geta vissulega kveikt hugmyndir eins og hvaðeina annað. Sú hætta er þó á næsta leiti að maður festist bara í öðru fari og taki að sjá alstaðar sömu hlutina. Því teoríur eru al hæf ingar – alhæfðar hug- myndir eða hugmyndakerfi. Ekkert getur leyst gagn rýnanda undan þeirri kvöð að treysta eigin dóm greind. Og ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að almenn fræðileg hugsun sem viðfangs efnin kalla á er mun ágóða vænlegri við bókmenntakönn un en fyrirfram gerðar lausnir, að bók menntarýni sem byggð er á nákvæmum lestri texta er gagn legri og umfram allt skemmti legri en lestur í ljósi kenninga og kennivalds. En auðvitað er rangt að líta á bókmenntakenningar sem einn pakka, allar góðar eða allar vondar; það er í mesta lagi hægt að tala um ættarmót með þeim, family resemblances! Og svo áfram sé vitnað í Ludwig Wittgenstein: Líta má á þær sem stiga sem maður getur klifrað upp – í von um að öðlast betri út sýn – en síðan ber að fleygja stiganum frá sér. Á þrettándanum 2015 Tilvísanir 1 John Crowe Ransom: The New Criticism, New Directions, 1941. 2 I.A. Richards: Practical Criticism · A Study of Literary Judgement, Cambridge 1929. Kindle-útg. 3 Chatto and Windows 1930; Penguin Books 1995.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.