Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 54
54 TMM 2015 · 1 Kjartan Már Ómarsson „Húsin eru eins og opin bók“ 1 Á síðasta ári hóf Ríkissjónvarpið útsendingar á þáttaröð sem kallast Íslendingar. Þar er fjallað um „Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga“ og endurspegla þættirnir „jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira“.2 Þann 17. ágúst síðastliðinn var Hörður Ágústsson til umfjöllunar og var þá jöfnum höndum fjallað um verk hans sem myndlistarmanns og byggingarlist- fræðings. Sagt hefur verið – réttilega og án þess að á hann sé hallað sem myndlistarmann – að Hörður hafi breytt viðhorfi íslensku þjóðarinnar til húsagerðararfs hennar með rannsóknum sínum á íslenskri húsagerðarlist og útgáfu rita um hana. Í þættinum var sýnd stikla úr sjónvarpsviðtali frá árinu 1985 þar sem Hörður tíundar þá skoðun sína að byggingarlistin þjóni ekki síðra menningarlegu hlutverki í sögu lands og þjóðar en ritað mál og vilji Íslendingar geta kallað sig menningarþjóð „þá verði þeir að gjöra svo vel að horfast í augu við [þá] staðreynd“.3 Þá segir Hörður einn mann skara fram úr þegar hugað er að íslenskri húsagerð sem þjóðlegri list og það sé „mesti arkitekt Íslendinga“, foringi „íslenska skólans“ og „einn af okkar almestu listamönnum“.4 Sá kallast Guðjón Samúelsson. Guðjón Samúelsson (1887–1950) var fyrsti Íslendingurinn sem nam bygg- ingarlist „með hefðbundnum hætti“.5 Hann gegndi embætti húsameistara ríkisins frá 1920–1950, allt frá því að hann sneri til Íslands eftir námsdvöl í Kaupmannahöfn og til dauðadags. Á því skeiði teiknaði hann flest stórhýsi sem byggð voru á vegum ríkisins, fjölda smærri bygginga, auk þess sem hann átti ríkan þátt í skipulagsmálum hér á landi þar sem hann var frumherji, ásamt Guðmundi Hannessyni lækni.6 Fyrst þegar Guðjón kemur heim úr námi ber hann skólagöngu sinni ótvíræð merki. Nýbarokkið bar hæst í Kaupmannahöfn þegar Guðjón dvaldi þar og einn kennara hans, Martin Nyrop, var einn helsti fulltrúi danskrar þjóðernisrómantíkur. Verslunarhús Nathans og Olsen á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis sem Guðjón teiknar 1916 er í þessum anda. Skömmu síðar byrjar Guðjón jafnframt að glíma við svokallaðan sveitabæjarstíl þar sem hann leitast við að steypa upp hús sem bera svip gömlu burstabæjanna en sú aðferð fór íslenskum aðstæðum illa og var erfið í tæknilegri útfærslu. Fundum hans og Jónasar Jónssonar frá Hriflu ber þá saman. Sá síðar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.