Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 77
TMM 2015 · 1 77 „Sá sem skilur mannlífið, verður aldrei upp með sér.“ Bréf milli Þórbergs og Nínu Tryggvadóttur Aðalsteinn Ingólfsson bjó til prentunar Á úthallandi fjórða áratugnum voru nokkrir íslenskir listamenn – myndlistarmenn, rithöfundar, leikarar, tónlistarmenn og tónskáld – við nám og störf í útlöndum. Í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar reyndu flestir þeirra að komast heim til Íslands, aðrir urðu strandaglópar í hersetnum löndum. Í menningarlegri einangruninni í Reykjavík á árunum 1940–45 varð í fyrsta sinn til samfélag listamanna á borð við þau sem menn þekktu annars staðar frá. Á griðar- stöðum eins og Unuhúsi, kaffihúsum eða öldurhúsunum sem sett höfðu verið á lagg- irnar til að koma til móts við breska hernámsliðið, komu listamenn úr mörgum geirum saman til skrafs og ráðagerða, í sumum tilfellum til samvinnu eða einfaldlega til gleð- skapar. Tilefnin og umræðuefnin voru ærin: atlögur Jónasar Jónssonar frá Hriflu að myndlistarmönnum og rithöfundum, fyrsta opinbera listamannaþingið, bygging Listamannaskálans á Austurvelli, útgáfa Kristjáns Friðrikssonar á fyrsta yfirlitsritinu um íslenska myndlist, stofnun bókaútgáfunnar og menningartímaritsins Helgafells fyrir tilverknað Ragnars Jónssonar í Smára, frumflutningur á Messíasi eftir Händel og Jóhannesarpassíu Bachs eða rómaðir fyrirlestrar Vestur-Íslendingsins Hjörvarðs Árnasonar um nútíma myndlist í Austurbæjarbíói. Á tímum verulegs andstreymis urðu þessar samkomur án efa til að stappa stálinu í nýja kynslóð íslenskra listamanna, auka með þeim sjálfstraust og trú á menningarlegt hlutverk sitt. Þær urðu einnig til þess að greiða fyrir ýmiss konar samstarfi þeirra. Nínu Tryggvadóttur fórst slíkt samstarf betur úr hendi en mörgum öðrum, þar sem hún var áhugasöm um bókmenntir, leikhús og tónlist, eins og sést á því sem hún tók sér fyrir hendur í New York eftir 1943. Sjálf spilaði hún á harmónikku, samdi ljóð og prósatexta, setti saman barnabækur og myndskreytti þær, gerði einnig bókarkápur fyrir Stein Steinarr og Halldór Laxness. Hún gerði þekkt portrett af rithöfundum á borð við Stein Steinarr, Halldór Laxness, Sigurð Nordal, Steingerði Guðmundsdóttur og menningar- frömuðunum Erlendi í Unuhúsi og Ragnari í Smára. Stallsystir hennar Louisa Matthías dóttir var einnig í slagtogi með rithöfundum á þessum árum; hún gerði mynd skreytingar við ljóð Steins Steinarr um stúlkuna Höllu og portrett bæði af Hall- dóri Laxness og Erlendi í Unuhúsi. Þeir voru fleiri sem hylltu Halldór Laxness með portrettmyndum á þessum tíma, þ.á m. Þorvaldur Skúlason og Kristján Davíðsson. Að auki málaði Þorvaldur veglega portrettmynd af Ólafi Jóhanni Sigurðssyni. Halldór launaði fyrir sig með ýmsum hætti, skrifaði lofsamlegar umsagnir um sýningar mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.