Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 87
H a l l g r í m u r h o r f i r á a l t a r i s t ö f l u H ó l a d ó m k i r k j u TMM 2015 · 1 87 bygging yfir byggðinni sem hlýtur að hafa dregið að sér athygli drengsins, á sama hátt og Hallgrímskirkja á Skólavörðuholtinu dregur að sér hvert auga sem til Reykjavíkur kemur. Það var Hóladómkirkja, firnastór timburbygg- ing sem stóð þar sem enn stendur kirkja á Hólum. Aftur á móti stóð þorpið í slakkanum sunnan við kirkjuna, eins og fornleifagröftur síðasta áratugar vitnar um. Þar var Auðunarstofa, líka kölluð timburstofan, biskupsbú- staðurinn, prenthúsið, búr og skemmur, hýbýli manna og skepna. Dómkirkjan á Hólum Lítum aðeins nánar á dómkirkjuna. Þegar nær er komið kemur hrörleg ásýnd hennar í ljós, stoðir hennar eru feisknar og fúnar og við Anno 1624 segir svo í Skarðsárannál: „Féll niður kirkjan á Hólum öll gersamlega í norðan fjúkviðri miklu þann 16. Novembris; hafði þá liðið síðan sú fyrri kirkja, sem Jörundur biskup lét smíða, niður hrapaði, er Pétur biskup var á Hólum, 230 ár, eftir því sem Flateyjarannáll greinir.“ Það er sannarlega merkilegt til þess að hugsa hversu stórar og miklar hinar fornu dómkirkjur á Hólum og í Skálholti voru og sömuleiðis hversu lengi hver endurreist kirkja stóð uppi og hversu miklu hefur þurft að kosta til í mannafla og timbri að halda þeim við. Hallgrímur var sem fyrr segir tíu ára þegar dómkirkjan hrundi öll ger- samlega, sú sem hafði þá staðið í 230 ár. Sem hringjarasonur getur hann hafa kynnst innviðum kirkjunnar vel. Hann getur oft hafa farið með pabba sínum í vinnuna. Og meðal kirkjugripanna sem prýddu kirkjuna sem hrundi eru í það minnsta tveir sem enn er að finna í núverandi kirkju. Það er forn alabastursbrík sem lýsir píslarsögunni og svo altaristaflan sem nefnd er í upphafi greinarinnar. „Á Hólum er ein herleg brík“ segir í kvæði eftir uppeldisson Jóns Arasonar biskups sem keypti bríkina til landsins samkvæmt registri séra Sigurðar sonar Jóns. Hún er talin frá fyrri hluta 16. aldar, gerð í Hollandi á mótum katólsku og lúthersku. Þetta áhrifaríka, litskrúðuga og gulli slegna myndverk sem ríkir yfir altarinu í Hóladómkirkju telst vera einn merkasti kirkjugripur sem varðveist hefur hér á landi og sannarlega „herleg brík“. Reynum að hugsa okkur nær fjögurhundruð ár aftur í tímann og inn í sálar- líf níu ára drengs sem alinn er upp við stórbrotna náttúru en lítt skreytt og dauflit húsakynni og hefur aldrei á ævinni fyrr séð myndlist af þessu tagi. Myndefnið í miðhluta töflunnar grípur áhorfandann heljartökum. Þar er lýst hápunkti píslarsögunnar, Kristi á krossinum milli ræningjanna tveggja, blóðið drýpur undan þyrnikórónunni niður yfir andlit frelsarans og brjóst, það flæðir um handleggina úr sárunum eftir naglana í lófunum, fossar úr brotnum örmum og fótleggjum óbótamannanna, spjótsoddar hermannanna eru hátt á lofti, einn þeirra hefur veitt Jesú opið síðusár. Þjáningin er nær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.