Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 87
H a l l g r í m u r h o r f i r á a l t a r i s t ö f l u H ó l a d ó m k i r k j u
TMM 2015 · 1 87
bygging yfir byggðinni sem hlýtur að hafa dregið að sér athygli drengsins, á
sama hátt og Hallgrímskirkja á Skólavörðuholtinu dregur að sér hvert auga
sem til Reykjavíkur kemur. Það var Hóladómkirkja, firnastór timburbygg-
ing sem stóð þar sem enn stendur kirkja á Hólum. Aftur á móti stóð þorpið
í slakkanum sunnan við kirkjuna, eins og fornleifagröftur síðasta áratugar
vitnar um. Þar var Auðunarstofa, líka kölluð timburstofan, biskupsbú-
staðurinn, prenthúsið, búr og skemmur, hýbýli manna og skepna.
Dómkirkjan á Hólum
Lítum aðeins nánar á dómkirkjuna. Þegar nær er komið kemur hrörleg ásýnd
hennar í ljós, stoðir hennar eru feisknar og fúnar og við Anno 1624 segir svo í
Skarðsárannál: „Féll niður kirkjan á Hólum öll gersamlega í norðan fjúkviðri
miklu þann 16. Novembris; hafði þá liðið síðan sú fyrri kirkja, sem Jörundur
biskup lét smíða, niður hrapaði, er Pétur biskup var á Hólum, 230 ár, eftir því
sem Flateyjarannáll greinir.“
Það er sannarlega merkilegt til þess að hugsa hversu stórar og miklar hinar
fornu dómkirkjur á Hólum og í Skálholti voru og sömuleiðis hversu lengi
hver endurreist kirkja stóð uppi og hversu miklu hefur þurft að kosta til í
mannafla og timbri að halda þeim við.
Hallgrímur var sem fyrr segir tíu ára þegar dómkirkjan hrundi öll ger-
samlega, sú sem hafði þá staðið í 230 ár. Sem hringjarasonur getur hann
hafa kynnst innviðum kirkjunnar vel. Hann getur oft hafa farið með pabba
sínum í vinnuna. Og meðal kirkjugripanna sem prýddu kirkjuna sem hrundi
eru í það minnsta tveir sem enn er að finna í núverandi kirkju. Það er forn
alabastursbrík sem lýsir píslarsögunni og svo altaristaflan sem nefnd er í
upphafi greinarinnar.
„Á Hólum er ein herleg brík“ segir í kvæði eftir uppeldisson Jóns Arasonar
biskups sem keypti bríkina til landsins samkvæmt registri séra Sigurðar
sonar Jóns. Hún er talin frá fyrri hluta 16. aldar, gerð í Hollandi á mótum
katólsku og lúthersku. Þetta áhrifaríka, litskrúðuga og gulli slegna myndverk
sem ríkir yfir altarinu í Hóladómkirkju telst vera einn merkasti kirkjugripur
sem varðveist hefur hér á landi og sannarlega „herleg brík“.
Reynum að hugsa okkur nær fjögurhundruð ár aftur í tímann og inn í sálar-
líf níu ára drengs sem alinn er upp við stórbrotna náttúru en lítt skreytt og
dauflit húsakynni og hefur aldrei á ævinni fyrr séð myndlist af þessu tagi.
Myndefnið í miðhluta töflunnar grípur áhorfandann heljartökum. Þar er
lýst hápunkti píslarsögunnar, Kristi á krossinum milli ræningjanna tveggja,
blóðið drýpur undan þyrnikórónunni niður yfir andlit frelsarans og brjóst,
það flæðir um handleggina úr sárunum eftir naglana í lófunum, fossar úr
brotnum örmum og fótleggjum óbótamannanna, spjótsoddar hermannanna
eru hátt á lofti, einn þeirra hefur veitt Jesú opið síðusár. Þjáningin er nær