Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 88
S t e i n u n n J ó h a n n e s d ó t t i r 88 TMM 2015 · 1 áþreifanleg í líkömunum þrem og ekki síður sorg og angist kvennanna við rætur krossins. María Magdalena heldur í örvæntingu um stólpann, María móðir Jesú hnígur í fang Jóhannesi, lærisveininum sem Jesús elskaði og bauð að taka hana að sér. Aðrar konur fylgjast hryggar með í vanmætti sínum. Myndlist og sálmar Í Heimanfylgju sviðset ég fyrstu kynni Hallgríms af messugjörð í dymbilviku og á föstudaginn langa í risastórri dómkirkjunni: Hallgrími fannst allar þessar kirkjugöngur þraut og pína og honum rann í brjóst undir ógnarlöngum ævisálmi Jesú sem sunginn var á langafrjádag. Pabbi hans hnippti hart í hann og sagði honum að hlusta. Í kvalastaðinn þá kominn var á krossinn Jesú festu, millum tveggja morðingja þar meinlausan upp hann festu. Pabbi hans benti honum á altaristöfluna lengst inni í kórnum sem lýstist upp af kertunum á altarinu. – Fylgstu nú með, hvíslaði hann. – Þarna geturðu séð hvernig þetta allt gekk fyrir sig. Hallgrímur pírði augun en myndin var svo langt í burtu að hann gat ekki greint smáatriðin. Hátt á krossi herrann hékk, heiftar menn þetta skoða, hans síðu spjót í gegnum gekk, svo grimm var Júða bræði. Falurinn hvass í hjarta stóð, hér út rann með vatni blóð. Það gjörvöll mein vor græðir. Faðir hans hafði nokkrum sinnum farið með hann upp í kórinn og leyft honum að skoða þessa ógnvekjandi mynd í nálægð. Á töflunni voru menn og skepnur skorin út og máluð af slíkri list og nákvæmni að atburðurinn varð alveg ljóslifandi fyrir honum. Myndin brenndi sig inn í vitund hans. Falurinn hvass í hjarta stóð. Það nísti hjarta hans að horfa upp á þjáða og þyrnum krýnda ásjónu guðssonarins. Sorg og angist kvennanna var yfirþyrmandi. Þannig reyni ég að lýsa fyrstu kynnum níu ára drengs af píslarsögunni, sem síðar átti eftir að verða helsta viðfangsefni hans sem skálds. Hann kynntist henni þar sem hún var túlkuð með hvað áhrifaríkustum hætti á landinu, annars vegar í sálmum Grallarans og Sálmabókarinnar, sem Guðbrandur frændi hans hafði tekið saman og gefið út, og hins vegar í myndlistarverkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.