Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 92
92 TMM 2015 · 1 Saint-Pol-Roux Ave Massilia Til Edmonds Rostands Mörður Árnason þýddi Konungdæmi hennar hátignar blómjurtarinnar! Leikvangur engisprett- unnar og býflugunnar í félagi við hljóðpípu og langtrumbu! Mósaíksamfella af hvítlauk, ólívum, hestabaunum, fíkjum, vínþrúgum, kirsuberjum, avelín- hnetum, lótusaldinum, eplaþyrniberjum, lauk, reyniberjum, tómötum, egg- aldini, paprikum, agúrkum, jóhannesarbrauði, melónum, pistasíuhnetum, möndlum, eldpipar, banönum, döðlum! Skrúðganga hinnar kviku sardínu, mjúkostsins frá Rove-geitunum og rauðrófunnar úr Gardanne! Sigurhátíð grænkrabbans, klovissuskeljanna, ígulkersins og kræklingsins, þorsksins à la matrasso, saltfiskstöppunnar og bújabesunnar þar sem skerjakarfinn ýfir broddana! Hyllingarsamkoma núggatstangarinnar, múskadíntöflunnar, brjóstsykurmolans, santonstyttnanna, appelsínublómabrauðsins og sísí- kleinunnar á jólunum, á páskunum, á Mikjálsmessu! Jólamarkaður Pistasíu- santonsins, Oddvitans, Sígaunans, Hins glaða, Márakóngsins og engilsins við Jötuna fornu! Marseille með hálsfesti úr veiðibyrgjum! Marseille með kofalinda um mittið, draumaland af brúnhærðum stúlkum með mjaðmir úr ævintýrunum og spengilegum piltum með óperubarka! Stolta borg með frýgverska húfu úr rauðum tígulsteinum! Verönd á verönd ofan og sífelldar basilvaxnar svalir þar sem allt hlær, allt daðrar, allt syngur, allt smellur, allt brakar, allt dansar, allt spaugar! Marseille, ljómandi faðmlag sýrenu- breiðunnar og blóðbergshæðanna sem gætir gullmærin sveipuð andblæ af saffrani, teinrétt og tignarleg, ó Marseille, heill þér! Heill þér, sjávarströnd þar sem rak bátinn hennar Maríu vitfirrtu Magdalenu sem elskaði Hann, þeirrar óþekku sem Hans vegna varð sú sæta í Paradís! Heill þér, fornfræga höfn þar sem hinn feidíasfagri lagði töfraskipi sínu eftir keðjudans flóðs og fjöru, búnu blómsveigum vindanna! Ó Marseille hin heiðna! Ó Marseille hin kristna! Einvígi Pugets og Venusar! Skröksaga Mireille og Monticellis! Marseille, drottning samhljómsins, ástarinnar, samúðarinnar: pálmi, lárviður, fenníkelrunni, ólívutré. Marseille, dóttir Austurlanda, unnusta Spánar! Marseille, ástmær Ítalíu! Marseille, systir allrar veraldarinnar! Marseille, ó Marseille, þar sem æska mín saug sólina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.