Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 92
92 TMM 2015 · 1
Saint-Pol-Roux
Ave Massilia
Til Edmonds Rostands
Mörður Árnason þýddi
Konungdæmi hennar hátignar blómjurtarinnar! Leikvangur engisprett-
unnar og býflugunnar í félagi við hljóðpípu og langtrumbu! Mósaíksamfella
af hvítlauk, ólívum, hestabaunum, fíkjum, vínþrúgum, kirsuberjum, avelín-
hnetum, lótusaldinum, eplaþyrniberjum, lauk, reyniberjum, tómötum, egg-
aldini, paprikum, agúrkum, jóhannesarbrauði, melónum, pistasíuhnetum,
möndlum, eldpipar, banönum, döðlum! Skrúðganga hinnar kviku sardínu,
mjúkostsins frá Rove-geitunum og rauðrófunnar úr Gardanne! Sigurhátíð
grænkrabbans, klovissuskeljanna, ígulkersins og kræklingsins, þorsksins
à la matrasso, saltfiskstöppunnar og bújabesunnar þar sem skerjakarfinn
ýfir broddana! Hyllingarsamkoma núggatstangarinnar, múskadíntöflunnar,
brjóstsykurmolans, santonstyttnanna, appelsínublómabrauðsins og sísí-
kleinunnar á jólunum, á páskunum, á Mikjálsmessu! Jólamarkaður Pistasíu-
santonsins, Oddvitans, Sígaunans, Hins glaða, Márakóngsins og engilsins
við Jötuna fornu! Marseille með hálsfesti úr veiðibyrgjum! Marseille með
kofalinda um mittið, draumaland af brúnhærðum stúlkum með mjaðmir
úr ævintýrunum og spengilegum piltum með óperubarka! Stolta borg með
frýgverska húfu úr rauðum tígulsteinum! Verönd á verönd ofan og sífelldar
basilvaxnar svalir þar sem allt hlær, allt daðrar, allt syngur, allt smellur,
allt brakar, allt dansar, allt spaugar! Marseille, ljómandi faðmlag sýrenu-
breiðunnar og blóðbergshæðanna sem gætir gullmærin sveipuð andblæ af
saffrani, teinrétt og tignarleg, ó Marseille, heill þér!
Heill þér, sjávarströnd þar sem rak bátinn hennar Maríu vitfirrtu
Magdalenu sem elskaði Hann, þeirrar óþekku sem Hans vegna varð sú sæta
í Paradís! Heill þér, fornfræga höfn þar sem hinn feidíasfagri lagði töfraskipi
sínu eftir keðjudans flóðs og fjöru, búnu blómsveigum vindanna! Ó Marseille
hin heiðna! Ó Marseille hin kristna! Einvígi Pugets og Venusar! Skröksaga
Mireille og Monticellis! Marseille, drottning samhljómsins, ástarinnar,
samúðarinnar: pálmi, lárviður, fenníkelrunni, ólívutré. Marseille, dóttir
Austurlanda, unnusta Spánar! Marseille, ástmær Ítalíu! Marseille, systir
allrar veraldarinnar! Marseille, ó Marseille, þar sem æska mín saug sólina