Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 93
Av e M a s s i l i a TMM 2015 · 1 93 og teygaði mistralvindinn, ég ann þér, ó móðir, ó föðurhús, ég ann þér, og þrátt fyrir kaupahéðnana sem leynast í musteri þínu kyssi ég morgun- bjart ennið, skáld komið úr útlegð, kyssi sólberjaaugun, granatmunninn, appelsínubrjóstin og líkamann úr rafi, handleggi þína og lærin úr marmara, og safírfæturna, og ég kyssi líka hjartað úr purpura og demantsanda þinn á sama hátt og ég mundi kyssa sjálfan regnboga guðs almáttugs – ó Marseille, heill þér. Paul-Pierre Roux sem tók sér skáldnafnið Saint-Pol-Roux fæddist 1861 í Saint-Henri, einu af útþorpum Marseille-borgar í norðvestur, telst til symbólista, samdi ljóð, leikrit, óperutexta, nú kunnastur sem undanfari og fyrirmynd súrrealistanna. Saint-Pol-Roux varð fljótt viðskila við fæðingarborg sína, lærði í Lyon, fór til Parísar, dvaldist í Belgíu og settist loks að í Bretóníu þar sem hann dó haustið 1940 eftir níðingsverk þýsks her- manns. − Prósaljóðið Ave Massilia er ort eftir stutta ferð á heimaslóðir árið 1899 og kom út í ljóðabók árið 1904 (De la colombe au corbeau par le paon). Massilia er hið upphaflega heiti byggðarinnar í Marseille sem Grikkir hófu um það bil sex öldum fyrir Kristsburð, og er þaðan stofnsaga sem vitnað er til í kvæðinu um brúðkaup unga gríska skipstjórans og gallverskrar konungsdóttur. Sá ber með sér feg- urð Feidíasar, þótt Feidías hæfi höggmyndanám í Aþenu allnokkru síðar en Gamla- höfn varð grískur kaupstaður. María Magdalena kemur við sögu borgarinnar þegar kristni berst til Próvens, og mun hafa sest þar að með Lasarusi sem var vakinn frá dauðum og fleiri fylgismönnum Krists. Enn síðar reis kirkjan á Garde-hæð og efst á turninum frá miðri 19. öld mikil gullstytta af Notre-Dame með barnið í fanginu, sem sést um borg og haf. Santonar eru litlar málaðar leirstyttur sem flykkjast að jötu Jesú- barnsins í fjárhúsinu fyrir jólin, englar, vitringar úr Austurvegi, skepnur og fjölbreyti- legt þorpsfólk með ýmis nöfn og hlutverk. Um próvensölsku stúlkuna Mireille (Mirèio) orti Frédéric Mistral (Nóbelsverðlaun 1904) þekktan ljóðaflokk á próvensölsku, en Monticelli er einna kunnastur listmálara síðari alda af þessum slóðum (d. 1886). Puget lagsbróðir Venusar er aftur barokklistamaður frá 17. öld, Marseillais og einn helsti arkitekt franskur á veldistímum sólkonungsins. Eftir hann er meðal annars Vieille Charité-kirkjan og þurfamannahælið í Panier, elsta borgarhverfinu. Rauða Frýgíu- húfan er frelsistákn úr stjórnarbyltingunni miklu. Þorskur og saltfiskur gætu verið ættaðir af Halamiðum en à la matrasso er hann kominn á suðrænan steikartein. Flóð og fjara dansa hina próvensölsku farandólu, langtrumban og hljóðpípan eru líka hljóð- færi úr héraði, skröksagan (galéjade) víðkunn marseisk frásagnarlist og lífsháttur, og til að bera kennsl á dýr, plöntur, matarrétti og önnur borgarfyrirbæri í kvæðinu voru oksítanskar handbækur oft gagnlegri en frakkneskar. – Edmont Rostand (1868−1918) var rithöfundur og menningarmaður í Marseille. Þýðingin varð til í Marseille í október 2014, í lista- og fræðimannshúsnæði sem menningarfélagið Höfn rekur í norðurbænum. Umsjónarmaður er Dominique Poula- in, mörgum Íslendingum að góðu kunn eftir dvöl hérlendis á níunda áratugnum og margvísleg tengsl síðan. Dominique aðstoðaði við þýðinguna sem fyrst var birt á vef- setri Hafnar (hofn.free.fr). – Þýðandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.