Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 105
„ D u l a r f u l l u r g e s t u r“
TMM 2015 · 1 105
gagnrýnandi fjallaði um sögur Ástu í yfirlitsgrein í tímaritinu Andvara 1962
og þar með „Dýrasögu“. Ólafi, sem var einn helstur gagnrýnandi síns tíma í
landinu á bókmenntir, þótti sagan ekki góð („misheppnuð“). Einkum fyrir
það hversu óheft ástríða höfundar væri í söguframvindunni. Hvort slíkt lýtir
þessa sögu Ástu eða aðrar fremur en t.d. margar sögur Edgars Allan Poe, sem
sama marki eru brenndar, svo ég nefni einn hinna helstu höfunda hryllings-
sagna, er auðvitað bara matsatriði hvers og eins.3
Vert er að geta þess, áður en lengra er farið með efni þessarar greinar,
að Ásta átti í erjum við móður sína í bernsku um trúmál en móðirin var
strangtrúaður aðventisti. Ævisöguhöfundur Ástu, Friðrika Benónýsdóttir,
álítur ósamlyndi þeirra mæðgnanna helstu ástæðu fyrir uppreisnargirni
dótturinnar og í framhaldi fyrir því hversu nærri sjálfri sér skáldkonan gekk
í skrifum og lífi.4 Það er ljóst að Ásta naut óvenjulegra lífskjara í fjölskyldulífi
sínu að þessu leyti, uns hún flutti alfarin suður til Reykjavíkur en hér verður
leitað frekari skýringa á sagnaheimi hennar.
Í þessari grein verða færð rök fyrir því, að manngerðin sem einkum
setur svip á tilgreindar sögur Ástu, „Dýrasögu“, „Frostrigningu“, og gætir
víðar í sögum hennar í ýmsu tilbrigðum, hafi átt raunverulega fyrirmynd í
manninum Markúsi Ívarssyni frá Torfum í Grundarhreppi í Eyjafirði sem á
dögum var árin 1833–1925.5 Og þó ekki væri fyrir illa meðferð á börnum þá
fyrir bráðlyndi. Markús þessi var sambýlismaður Ástríðar Benjamínsdóttur
frá Hrossholti í Eyjahreppi, föðurömmu Ástu Sigurðardóttur og lést fimm
árum áður en Ásta fæddist. Þau Ástríður voru sambýlingar um áratuga skeið
á jörðinni Litla-Hrauni, fæðingarstað Ástu. Fyrsti eiginmaður Ástríðar, afi
Ástu, hét Jón Sigurðsson og var fæddur í Tröðum í Hraunhreppi 1853. Jón dó
á Litla-Hrauni 1882. Ástríður tók, að Jóni látnum, saman við Þórð nokkurn
Þórðarson frá Dal í Miklaholtshreppi – þau bjuggu saman í óvígðri sambúð
og eignuðust 6 börn, Þorbjörn 1884, Helgu 1885, Björn 1887, Bjarnrúnu 1888,
Þórð 1890 og Þóru 1892. Sambýlismaðurinn Þórður dó aldamótaárið 1900.
Markús Ívarsson hafði kominn að Litla-Hrauni í vinnumennsku 1894 og
hann var þar til heimilis uns hann dó 1925. Markús er í heimildum ýmist
nefndur húsmaður, leigjandi, vinnumaður eða í dvöl á Litla-Hrauni. Þau
Ástríður eignuðust saman tvö börn, Hólmfríði Maríu f. 1895 og Hólmfríði
Kristínu f. 1898. Báðar dóu ungar.
Markús var strokufangi norðan úr Eyjafirði og hafði verið á ferðinni um
vestanvert landið árum saman uns hann fann sér varanlegt aðsetur hjá fjöl-
skyldunni á Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi. Hann tók þá upp nafnið
Sigurður Jónsson og því hélt hann alla ævina eftir það án þess að sveitung-
arnir gerðu við það athugasemdir eftir því sem best er vitað. Og voru þó
nafnaskiptin á margra vitorði í hinni nýju heimabyggð. Fæðingarsveit hans
var ein af innsveitum Eyjarfjarðar. Markús var elstur í stórum systkinahópi
og mun hafa alist upp á hrakningi. Snemma fór orð af honum fyrir dugnað
og hann varð strax á unglingsárunum eftirsóttur vinnukraftur á bæjum í