Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 106
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n
106 TMM 2015 · 1
Eyjafirði. Honum er svo lýst, að hann hafi verið meðalmaður á hæð, þétt-
vaxinn, myndarlegur á velli og varð snemma rammur að afli. Greind hans
var sögð í góðu meðallagi en menntun var engin önnur en kverið og sú
sem klerkar veittu. Hann stundaði vinnumennsku í sveitum Eyjafjarðar og
varð snemma drykkju- og hestamaður en ekkert brást um vinnuna af þeim
sökum. Hafði Markús þann hátt á að ríða út að lokinni vinnuviku og drekka
ótæpilega í helgarfríum og þá í félagsskap manna sem voru sama sinnis og
hann. Samhliða því að hann fullorðnaðist varð hann kvennamaður svo að
orð fór af því. Vinnulaunin fóru að mestu í drykkju og barnsmeðlög þegar
lengra leið.
Markús kvæntist um tvítugt en hjónabandinu var slitið eftir fáein ár
með dómi vegna hórdómsbrota hans. Hafði hann þá eignast tvo syni með
eiginkonunni. Önnur börn hans voru á sveitarframfæri. Eitt ár bjó hann með
konu á Nýjabæ í Hörgárdal, örsnauður og fangafár. Það var í eina skiptið um
ævina sem hann bjó sjálfstæðu búi.
Markús komst snemma í tæri við lögin. Hann var vart kominn af ung-
lings aldri þegar hann var kærður fyrir sauðaþjónað. Tildrögin voru þau, að
hann var í vinnumennsku sem oftar og hafði verið sendur á annan bæ eftir
óskilakind sem reyndist honum bágræk í hálfrökkri á heimleið. Greip hann
þá til þess ráðs að létta sér reksturinn með því að reka aðra rollu samhliða
þeirri fyrri, úr fjárhópi sem á leið hans varð. Að verki loknu eignaði hann
sér kindina. Mál var gert úr þessu og var Markús sýknaður af yfirvaldinu í
Eyjafjarðarsýslu með þeim rökum að hann hefði ekki markað sér skepnuna.
Nokkrum árum seinna stal hann fimm kindum og fleiri verðmætum frá
nágrönnum sínum, markaði sér þá rollurnar og hafði brotist inn til að stela.
Eftir þetta var Markús dæmdur til tugthúsvistar í Kaupmannahöfn og þar
afplánaði hann fjögurra ára dóm. Eftir heimkomuna og afplánunina fluttist
hann utar í fjörðinn, í Hörgárdal. Þar bjó hann í friðsemd við nágrannana
næstu 20 árin. Svo fór á ný í verra fyrir honum. Undir borðum hjá kunn-
ingjafólki þekkti bóndi einn þar í byggð mark sitt á sviðahausum sem fyrir
hann voru bornir og reyndust komnir frá Markúsi sem var handtekinn fyrir
þetta og fluttur í fangelsi á Akureyri. Þegar þangað kom leysti kunningi hans
og drykkjufélagi, ritari við réttinn, fangann úr prísundinni og Markús strauk
heim í Hörgárdal þar sem hann duldist um tíma í skjóli vinar síns eins, sem
svo kom honum undan réttvísinni vestur á Höfðaströnd í Skagafirði.
Á bænum Höfða settist Markús upp hjá fornkunningja sínum, Jóhanni
Guðmundssyni bónda, uns hreppstjórinn, Konráð Jónsson í Bæ, sótti hann
heim með flokk manna, og gekk ekki átakalaust, strokufanginn varðist þar í
fjörunni mönnum Konráðs uns þeir stóðu eftir tveir í sjó uppundir hendur,
hreppstjórinn og Markús, og lauk þessu svo að Markús var dreginn á land og
eftir það fluttur til sýslumannsins á Akureyri, Stefáns Thorarensen, og lok-
aður inni í tugthúsinu á ný. Að morgni var hann strokinn á ný og fangelsis-
hurðin komin af hjörunum. Grunur féll á sama mann og áður í sambandi við