Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 106
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 106 TMM 2015 · 1 Eyjafirði. Honum er svo lýst, að hann hafi verið meðalmaður á hæð, þétt- vaxinn, myndarlegur á velli og varð snemma rammur að afli. Greind hans var sögð í góðu meðallagi en menntun var engin önnur en kverið og sú sem klerkar veittu. Hann stundaði vinnumennsku í sveitum Eyjafjarðar og varð snemma drykkju- og hestamaður en ekkert brást um vinnuna af þeim sökum. Hafði Markús þann hátt á að ríða út að lokinni vinnuviku og drekka ótæpilega í helgarfríum og þá í félagsskap manna sem voru sama sinnis og hann. Samhliða því að hann fullorðnaðist varð hann kvennamaður svo að orð fór af því. Vinnulaunin fóru að mestu í drykkju og barnsmeðlög þegar lengra leið. Markús kvæntist um tvítugt en hjónabandinu var slitið eftir fáein ár með dómi vegna hórdómsbrota hans. Hafði hann þá eignast tvo syni með eiginkonunni. Önnur börn hans voru á sveitarframfæri. Eitt ár bjó hann með konu á Nýjabæ í Hörgárdal, örsnauður og fangafár. Það var í eina skiptið um ævina sem hann bjó sjálfstæðu búi. Markús komst snemma í tæri við lögin. Hann var vart kominn af ung- lings aldri þegar hann var kærður fyrir sauðaþjónað. Tildrögin voru þau, að hann var í vinnumennsku sem oftar og hafði verið sendur á annan bæ eftir óskilakind sem reyndist honum bágræk í hálfrökkri á heimleið. Greip hann þá til þess ráðs að létta sér reksturinn með því að reka aðra rollu samhliða þeirri fyrri, úr fjárhópi sem á leið hans varð. Að verki loknu eignaði hann sér kindina. Mál var gert úr þessu og var Markús sýknaður af yfirvaldinu í Eyjafjarðarsýslu með þeim rökum að hann hefði ekki markað sér skepnuna. Nokkrum árum seinna stal hann fimm kindum og fleiri verðmætum frá nágrönnum sínum, markaði sér þá rollurnar og hafði brotist inn til að stela. Eftir þetta var Markús dæmdur til tugthúsvistar í Kaupmannahöfn og þar afplánaði hann fjögurra ára dóm. Eftir heimkomuna og afplánunina fluttist hann utar í fjörðinn, í Hörgárdal. Þar bjó hann í friðsemd við nágrannana næstu 20 árin. Svo fór á ný í verra fyrir honum. Undir borðum hjá kunn- ingjafólki þekkti bóndi einn þar í byggð mark sitt á sviðahausum sem fyrir hann voru bornir og reyndust komnir frá Markúsi sem var handtekinn fyrir þetta og fluttur í fangelsi á Akureyri. Þegar þangað kom leysti kunningi hans og drykkjufélagi, ritari við réttinn, fangann úr prísundinni og Markús strauk heim í Hörgárdal þar sem hann duldist um tíma í skjóli vinar síns eins, sem svo kom honum undan réttvísinni vestur á Höfðaströnd í Skagafirði. Á bænum Höfða settist Markús upp hjá fornkunningja sínum, Jóhanni Guðmundssyni bónda, uns hreppstjórinn, Konráð Jónsson í Bæ, sótti hann heim með flokk manna, og gekk ekki átakalaust, strokufanginn varðist þar í fjörunni mönnum Konráðs uns þeir stóðu eftir tveir í sjó uppundir hendur, hreppstjórinn og Markús, og lauk þessu svo að Markús var dreginn á land og eftir það fluttur til sýslumannsins á Akureyri, Stefáns Thorarensen, og lok- aður inni í tugthúsinu á ný. Að morgni var hann strokinn á ný og fangelsis- hurðin komin af hjörunum. Grunur féll á sama mann og áður í sambandi við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.