Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 110
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 110 TMM 2015 · 1 kunn. Sigurður, sem nú var á áttræðisaldri, hlaut áminningu frá sýslumanni og áreitti séra Árna ekki eftir þetta. Fjölskyldunni á Litla-Hrauni lynti ekki við sóknarprestinn, séra Árna. Svo rammt kvað að því, að hún valdi sér, með opinberri heimild, annan prest til að sinna prestþjónustu á sínu heimili. Fjölskyldan hefur því verið sam- hent þrátt fyrir skapbresti Markúsar. Í þremur sögum Ástu, Frostrigningu, Dýrasögu og Huggun, lýsir skáldkonan heimilisföður á kotbýli sem fáum yrði jafnað til fremur en Markúsi Ívarssyni um þrályndi og grimmd af litlu tilefni, og jafnvel heiftaræði eins og Árni lýsir að hafi runnið á Markús gagn- vart ráðskonunni Kristínu. Og Árna sjálfum. En um eitt ber þeim lýsingum ekki saman. Séra Árni segir um þetta sóknarbarn sitt, að hann hafi verið barngóður, hvað sem skapbrestum hans leið. Öðru máli gegnir um mann- lýsingar nefndra sagna Ástu þegar að skiptum við börn kemur – sem kann að leiða af því að hún þekkti manninn aðeins af orðspori. Í sögu hennar Frostrigningu segir af skapbráðum kotbónda og skiptum hans við konu sína sem dregið hefur sæng af uppáhaldsbarni hans til að hlúa að því yngsta í hópnum. Bóndinn í sögunni er eftir lýsingunni fágætlega ósamkvæmur sjálfum sér í varmennsku sinni og góðvild: Hann stökk á hana eins og bitvargur og svipti sænginni utan af kornbarninu. Það skall á gólfið næstum nakið – hann skeytti því engu en laust krepptum hnefa í grát- bólgið andlit konunnar af öllu því afli sem hatrið gaf honum. Hann fann hvernig hrikti í hálsinum á henni og lostinn flæddi um hann eins og eitur. Hún slengdist þunglega í gólfið og lá þar kyrr. Hann skeytti henni ekki frekar og daufheyrðist við tryllingslegum gráti ungbarnsins, en sneri að fleti telpunnar með sængina – sængina hennar sem hann hafði keypt handa henni – hún var sú eina í þessu and- styggðarhreysi sem átti það skilið, – átti allt skilið það sem hann gat veitt henni – og miklu meira (bls. 150). Markúsi lýsti séra Árni svo, að verið hefði tvær persónur. 2. Væri þekktasta saga Ástu Sigurðardóttur sú eina góða eftir hana væri Ásta ekki gott skáld því enginn verður gott skáld fyrir eina góða smásögu eða eitt ljóð, en það er nú öðru nær og ætla ég ekki að endurtaka það álit margra en minni á, að sagan Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns sem árið 1951 sló fyrst í gegn í tímaritinu Lífi og list og bjargaði ritstjóranum Steingrími Sigurðssyni frá gjaldþroti það sinnið, – hefur skyggt á allar hinar af litlu öðru tilefni en fyrir hneykslunina eina. Sagan er augljóst byrjandaverk. Á sögunni eru þó öll höfundareinkennin sem hinar síðari sögur Ástu bera einnig og þó jafnvel fremur: skefjalaus ófyrirleitni, viljastyrkur, skörp greind, afburða færni að fanga erfiðar, margflæktar aðstæður í orð – og hatur sem við þessar aðstæður, sem nefnd saga lýsir, nær þó ekki lengra en að vera sjálfsvorkunn- semi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.