Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 117
Þ r j á r r æ ð u r
TMM 2015 · 1 117
Fróði minn er bara tveggja ára. Hann á engu að síður sérstakar þakkir fyrir
að hafa verið svona vært ungabarn og sofa alltaf svona vel (og í raun má
segja að bókin hafi verið unnin í ákveðnu samstarfi við Fæðingarorlofssjóð).
Mig langar líka að þakka mömmu og pabba fyrir stuðninginn – og pabba
fyrir allar sögurnar af Ingimar og Hallberu. Gullý frænka á einnig þakkir
skildar en hún er einstakur sagnamaður (og býr reyndar bara hérna í hraun-
inu rétt hjá Bessastöðum). Þá langar mig til að þakka öllum yfirlesurunum
mínum, og þá sérstaklega Ármanni Jakobssyni sem fór þar fremstur í flokki.
Vinir mínir fá síðan einnig miklar þakkir, djúpar og innilegar. Og auðvitað
Forlagið fyrir að hafa trú á verkinu frá fyrstu kynnum, Sigþrúður þá sér-
staklega og svo má nefna einnig Höllu Siggu sem hannaði fallega kápu sem
sýnir að mér finnst Gálgahraunið hér rétt hjá – sem mér finnst óskaplega
vænt um. Án þess að ég ætli að ræða það mál frekar hér.
Þá langar mig að þakka Kurt Vonnegut, Nirvana og Víðistaðaskóla fyrir
innblásturinn (og kannski bara öllum þeim sem voru með mér í Víðistaða-
skóla í sínum tíma), Hafnarfirði fyrir að vera svona fallegur og sætur bær, og
sérstakar þakkir fær bókasafnsstarfsfólk og grunnskólakennarar: sérstaklega
kennarar í Víðistaða- og Engidalsskóla því án þeirra og bókasafnanna hefði
ég aldrei skrifað neitt af viti. En þar lærði ég að lesa og skrifa. Á stofnunum.
Þessum stofnunum.
Skáldskapurinn getur borið okkur lengra en raunveruleikinn. Gert okkur
frjáls undan raunveruleikanum jafnvel. Ég er því einnig afskaplega þakklát
þeim sem standa í því að skrifa og skálda og standa þannig iðulega á mörkum
hins skáldaða og raunverulega – opna dyr eins og ekkert sé – og hafa einnig
hvatt mig áfram eða verið mér ákveðnar fyrirmyndir. Þessu tengt langar mig
að þakka ungskáldunum sem voru ung hér rétt eftir aldamót – Nýhil sem gaf
mér til dæmis tækifæri á að birta og fara með ljóð. Einnig fær Ritlistin við
Háskóla Íslands mínar þakkir, þjóðfræðin við sama skóla. En í þjóðfræðinni
er hægt að tala um drauga og álfa líkt og um fólk af holdi og blóði sé að ræða
(enda vita allir þjóðfræðingar að álfar og draugar og allar hinar yfirnátt-
úrulegu verurnar, endurspegla fyrst og fremst okkur mannfólkið). Og svo vil
ég einnig þakka Listaháskóla Íslands þar sem ég starfa í góðu vinnuumhverfi
– eins og sagt er – innan um frábært fólk, nemendur og kennara.
Að lokum langar mig til að þakka dómnefndinni fyrir að hafa lesið allar
þessar bækur og það gleður mig auðvitað sérstaklega mikið að hún virðist
hafa haft svona gaman af þessari hálf-dramatísku gamansögu – héðan úr
hrauninu.