Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2015 · 1 skemmtilegu syndum það ég fái séð. Það er marghátttuð misnotkun allra á barninu Hrafntinnu. Dímon konungur lætur búa til gerviheim í kringum prins- essuna til að varðveita bernsku hennar, fegurð og sakleysi. Margir fullorðnir vilja koma þannig fram við börn sín og telja það afar jákvætt. En þetta viðhorf til barnslegs sakleysis orkar tvímælis: er nokkurn tíma hægt að varðveita sakleysi annarrar manneskju og velja þá þekk- ingu sem hún hefur aðgang að án þess að búa jafnframt til gervimanneskju, vilja- og vitundarlausa? Kemur þá ekki að því fyrr eða síðar að einhver annar stígi fram og túlki vilja og þrár þess sem getur ekki gert það sjálfur vegna sak- leysis síns og andvaraleysis? Það gerist í bókinni þegar Ígull ráðgjafi stígur fram og byrjar að túlka skoðanir og vilja hinnar sofandi prinsessu. Þegnar föður hennar ætlast til að hún sofi, fögur, for- dekruð og rík, þeir dást að henni og færa henni gjafir og áheit, en þeir hata hana jafnframt fyrir forréttindi, frekju og vaxandi græðgi og sumir telja hana norn. Þessi tvískinnungur gagnvart barninu er áhugaverður og tengist ef til vill krosslestrinum sem minnst var á fyrst í þessu skrifi. Krosslestur Krosslestrarbylgja hefur farið yfir þjóðir og lönd síðustu þrjá áratugi. Börn og unglingar hafa alltaf lesið fullorðins- bækur en nýtt er að fullorðnir lesi ung- lingabækur í stórum stíl. Hugtakið „Young Adult (YA)“ hefur nú fest sig í sessi sem sérstök formdeild lesenda eða unglingar á aldrinum 12–15 eða jafnvel 12–25 ára. Upp á síðkastið hefur þetta verið kallað „ungmennabókmenntir“ sem er ágætis heiti. Í enskumælandi löndum hefur verið talað um „kiddult“ bækur, sem mætti kannski þýða með „krakkorðins“ bækur. Menn hafa barið sér á brjóst yfir þessari þróun og spurt hvernig beri að skilja hana? Í bókinni The crossover novel (2009) segir Rachel Falconer að mögulega endurspegli umræðurnar um krosslestur víðtækara óöryggi fólks vegna þess að mörkin milli kynslóða séu óskýrari en nokkru sinni, börn verði hraðar fullorðin en áður og fullorðnir neiti að yfirgefa ung- lingsárin. Neyslusamfélag síðustu þriggja ára- tuga hefur einkennst af meiri æskudýrk- un en önnur tímabil en sú athygli sem unglingum er sýnd hefur tvö andlit. Annars vegar dást þeir fullorðnu að glæsilegum unglingum, fögrum, tísku- meðvituðum, tæknivæddum og eld- klárum. Þessir unglingar eru yndi og eftirlæti markaðsfræðinga sem sjá í þeim framvarðarsveit fyrir nýja hugsun og neyslu. Hins vegar óttast þeir full- orðnu glæpagengi og fátæka unglinga sem eru fullir af eyðileggjandi orku. Margir þeirra fyrirlíta unglinga í neyslu. Venjulegir unglingar eru hvorki áber- andi glæsilegir né glæpahneigðir heldur einhvers staðar þarna á milli og þeim finnst gerðar til sín þversagnakenndar kröfur. Þeir eiga að vera glaðir yfir öllum möguleikunum sem þeir hafa en sjá möguleikaleysi sitt mun betur en hitt. Mörk verða óljós og eru á hreyf- ingu. Hvar eru vinir og hvar óvinir? Hvað er veruleiki og hvað ímyndun? Það er engin furða þó að unglingar laðist að hrollvekjum og framsetningu hins óhugnanlega því að mörgum þeirra finnst þau standa á bjargbrún. Það verð- ur enn erfiðara að sjá hvað felst í að verða fullorðinn ef þau horfa til eilífðar- unglinganna af eldri kynslóðinni. Til- vistarspurningar hafa verið efni afbragðsgóðra unglingabóka síðustu áratuga, segir Rachel Falconer. Kannski er það sakleysi og áhyggjuleysi bernsku og unglingsára sem fullorðnir vilja flýja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.