Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 1 137 skotæfingum í aðdraganda þess að stofnað var varalið – og eftir upplýsing- ar Styrmis hlýtur sú spurning reyndar að vakna hvort varaliðið hafi verið vopnað öðru en kylfum 1949. Þeirri spurningu verður vonandi einhvern tímann svarað. Reyndar vitum við að Sjálfstæðisflokkurinn treysti á það eftir árið 1951 að bandaríski herinn kæmi valdastéttinni á Íslandi til hjálpar ef á þyrfti að halda. Það var reyndar rætt í forystu Sjálfstæðisflokksins að kalla bandaríska herinn til vegna átakanna 1949 að því er fram kemur í Haustlitum. Það sem mesta athygli hefur vakið úr bók Styrmis er hins vegar þetta: Eykon7 rétti mér blaðsnifsi með síma- númeri og sagði að ég ætti að hringja í það hvað ég gerði. Næstu árin hitti ég heimildarmann okkar reglulega, helzt að kvöldlagi eða næturlagi, á mismunandi stöðum, þar sem ólíklegt var að til okkar sæist, skrifaði það niður sem hann hafði að segja og vélritaði upp ítarlegar skýrslur. Ég vissi að afrit af þeim fóru beint til tveggja manna, Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra og Geirs Hallgríms- sonar, borgarstjóra. Að auki hafði ég grun um, en ekki vissu, að þau færu líka í bandaríska sendiráðið. (bls. 111) Bjarni var þarna varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og hafði nokkrum miss- erum áður verið ritstjóri Morgunblaðs- ins og þar áður menntamálaráðherra. Þetta gerðist 1961; Styrmir er 23gja ára. Hér eru á ferðinni stórtíðindi: 1) Ungur maður var ráðinn til þess að skrifa skýrslur fyrir forystu Sjálf- stæðis flokksins þar á meðal sjálfan dómsmálaráðherrann. 2) Þær fóru að öllum líkindum til bandaríska sendiráðsins 3) Til þess að veita upplýsingar var keyptur maður sem sagðist vera flokksmaður í Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalistaflokknum. Einhver notaði orðið slefberi í þessu sam- hengi. Það verður að taka fram áður en lengra er haldið að það er gott að Styrmir skuli segja frá þessum skýrsluskrifum sínum. Það er að vísu lögbrot sem varðar allt að fimm ára fangelsi að skrifa slíkar skýrslur fyrir erlent ríki. Eða eins og segir í almennum hegningarlögum, 93. grein: „Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmála- flokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.“ Semsé lögbrot. Það nýja í þessari bók Styrmis er það að þeir sem stunduðu njósnirnar um okkur íslenska sósíalista hafi fengið greiðslur fyrir viðvikið. Það hefur aldrei verið staðfest fyrr. Þannig segir Guðni Th. Jóhannesson í bókinni Óvinir ríkisins bls. 171: Sósíalistar héldu því fram að þeir væru margir sem aðstoðuðu Bandaríkjamenn við gagnaöflunina og þægju fyrir greiðslur. Um það finnast ekki aðgengi- legar heimildir. Samstarfsmennirnir voru flestir til hægri á vettvangi stjórn- málanna og unnu væntanlega af hugsjón einni saman. Nei, Guðni, ekki af hugsjón einni saman. Það hefur oft komið fram áður að bandaríska sendiráðið hafi fylgst með íslenskum vinstri mönnum; þannig voru á listum þeirra mörg hundruð manna sem voru reyndar ekki allir í Sósíalista- flokknum, þar voru menn utan flokka og flokksmenn annarra flokka, til dæmis Þjóðvarnarflokksins. (Guðni Th. Jóhannesson Óvinir ríkisins.) Þjóðviljinn komst oft nærri þessari starfsemi bandaríska sendiráðsins og vorið 1962 sagði blaðið frá handskrifuð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.